Nordaid

Vítamín munnúðar & Liposomal


Nordaid vörurnar eru þróaðar af Competence Center of Food and Fermentation Technologies rannsóknarstofum (www.tftak.eu), stofnað af Tækniháskólanum í Tallinn, undir stjórn prófessors Raivo Vilu, Ph.D.


Með nokkrum töfrum tókst að setja þetta allt á flösku í fljótandi form svo þú gætir fengið sem bestu upplifun að neyslu.



Pistlar


21 Jan, 2024
Lípósómal frá Nordaid
23 Feb, 2023
Pössum upp á að börnin okkar fái þau vítamín sem þau þurfa :)
16 Jan, 2023
Hver kannast ekki við að þegar nýtt ár er gengið í garð að segja við sjálfa/n sig, núna kaupi ég mér kort í ræktina og fer að taka inn vítamín? Við getum örugglega flest ef ekki öll tengt við þessar pælingar. En stóra spurningin er sú, viðheldur þú þínu markmiði út árið eða byrjaru af krafti og hættir eftir mánuð eða svo? Við mæðgur setjum okkur alltaf ný markmið fyrir komandi ár og höfum haft að leiðarljósi að þau séu raunhæf og hugsanlega ekki of krefjandi. Við höfum þá skoðun að litlu hlutirnir skipti máli og þegar kemur að bættri heilsu ber helst að nefna góða næringu, hreyfingu, svefn, hugleiðslu og öndun.“ Okkur langar að deila með ykkur pistli þar sem fjallað er um nokkrar af okkar vörum í Fréttablaðinu sem kom út nú á dögunum. Lesa grein hér Munið að heilsan er númer eitt! Eigið dásamlegan dag :)
23 Nov, 2022
Melatónín leyft á Íslandi!
D vítamín í munnúðaformi
22 Nov, 2022
50% betri upptaka í munnúðaformi. Íslendingar þurfa að taka D-vítamín allan ársins hring! Sólin skín ekki svo glatt hér á Íslandi og þurfum við íslendingar að vera sérstaklega dugleg að taka inn D-vítamín allt árið um kring. Í dag vitum við að við þurfum stærri skammt af D-vítamíni en talið var áður og um 50-70 % evrópubúa þjást af D-vítamínskorti.
25 Mar, 2022
Nordaid vítamínin eru lent á Íslandi! Fimm tegundir af bragðgóðum vítamín munnúðum á miklu betra verði en sést hefur áður. D 4000IU, D 400IU (fyrir börnin), B12 1200 mcg, B - Complex og Járn. B vítamínin og járnið erum vegan og fyrir grænmetisætur en D vítamínið hentar fyrir grænmetisætur. Munnúðarnir eru bragðgóðir og án allra óæskilegra innihaldsefna, svo sem gervisykurs og gervi litar og bragðefna. Aðeins er notað sérvalið gæða hráefni. Úðarnir eru framleiddir samkvæmt ýtrustu gæðastöðlum og eru með GMP vottun. Miklar rannsóknir og þróunarvinna liggur bak á framleiðslu bætiefnanna, sem eru þróuð og framleidd í samvinnu við háskólann í Tallin. Úðarnir koma í loftþéttum flöskum sem tryggir full gæði þar til flaskan hefur verið tæmd. Bætiefni í formi munnúða frásogast og nýtast líkamanum allt að 50% betur en hefðbundnar töflur og hylki. Þeir henta líka sérstaklega vel þeim sem vilja geta bætiefnainntöku bragðgóða og skemmtilega. Einnig eiga margir í erfiðleikum með að gleypa hefðbundin bætiefni og þá eru Nordaid munnúðarnir algjör snilldar lausn fyrir þann hóp. Skoða Nordaid vörurnar hér:
Nauðsyn að taka vítamín munnúða með í fríið
Eftir Inga Kristjáns 14 Jul, 2021
Það er dásamlegt að komast loksins í sumarfrí, slaka á, upplifa, ferðast, njóta og vera til. Í sumarfríinu ruglast allar rútínur dálítið, sem gerir flestum bara gott, fínt að ruglast aðeins í ríminu! Hins vegar er sumt sem má helst ekki ruglast eða gleymast og dæmi um það er inntaka á vítamínum og bætiefnum. Það er oft dálítið bras og vesen að taka þau með sér, en mörgum finnst miklu minna mál að taka bætiefnin með ef þau eru í spreyformi! Við erum alveg sammála því..... Við mælum með því að taka með sér Nordaid B Complex og D vítamín. B Complex til að halda andlegri líðan og orku í toppstandi og D vítamín til að viðhalda æskilegum D vítamín birgðum í líkamanum, líka á sumrin! Þú færð Nordaid munnúðana í Lyfjum og heilsu, Apótekaranum, Fjarðarkaup, Hagkaup, Lyfjaveri og Lyfsalanum, Lyfjavali og Apóteki Suðurlands. Meira um Nordaid munnúðana hér:
Ónæmiskerfið ver okkur gegn flensu og kvefi
Eftir Inga Kristjáns 13 Apr, 2021
Inga Kristjáns næringarþerapisti skrifar: Við erum stórmerkileg....öllsömul, allar manneskjur. Líkaminn okkar er eitt flókið og fallegt apparat, sem hefur ótrúlega hæfileika til að lagfæra sjálfan sig og halda sér gangandi gegnum krísur og áföll. Ekki bara líkamleg heldur líka andleg. Þessa dagana er mikið rætt um ónæmiskerfi líkamans og kannski ekki skrítið í stóra Covid samhenginu. Ónæmiskerfið er nefnilega magnað og meiriháttar og berst á móti sýkingum og óvættum eins og flensu og kvefi. Covid er flensa....dálítið skæð, en samt bara flensa. Það þýðir að ónæmiskerfið okkar, sé það í góðu standi, getur tekist á við þá flensu eins og allar aðrar. Ég er rosalega mikið, alveg svakalega mikið, var ég búin að segja mikið?........fylgjandi því að fólk taki ábyrgð á eigin heilsu. Geri allt sem í þeirra valdi sendur til að efla sig og styrkja til að geta tekist á við erfiða hluti. Enda hef ég sem næringarþerapisti brennandi löngun til að fá fólk til að hugsa betur um sig og sína heilsu. Það sem ég vil leggja til í Covid umræðuna í dag er að taka ábyrgð og huga að ónæmiskerfinu, hver og einn. Það gerum við með því að borða hollan og góðan mat ( vissuð þið að ónæmiskerfið nærist ekki á kolvetnum og sykri ? ), huga að því að fá nóg af góðu próteini, fitusýrum, trefjum og fíneríi. Hreyfa sig, leitast við að minnka stress, anda að sér fersku lofti (sjaldan verið mikilvægara en nú vegna þess að margir ganga með grímur daglega), áfengisneysla í hófi, sleppa reykingum, minnka kaffið og sv frv og frv....við vitum þetta nú flest.....en kannski ekki að þetta tengist ónæmiskerfinu. Það eru ákveðin vítamín og bætiefni sem eru geysilega mikilvæg ónæmiskerfinu. Og nei, við fáum ekki nóg úr fæðunni einni.....segi það bara hér.....í fullkomnu lífi einhversstaðar við miðbaug, þar sem við hefðum tíma til að spá endalaust í hvað við settum ofan í okkur, hvað varðar vítamíninnihald...jú hugsanlega. En hér á Íslandi.....neibb! Það eru þessi vítamín og bætiefni sem ég ætla að telja upp fyrir ykkur. Þetta er ekki fullkominn listi, langt frá því, en.....þetta eru nákvæmlega þau efni sem Evrópusambandið og hið íslenska MAST leyfir að við höfum fullyrðingar yfir, sem tengjast sterku ónæmiskerfi. Það þýðir að þessi efni hafa verið rannsökuð í drasl með tilliti til virkni og hafa fengið græna ljósið hjá heilbrigðisyfirvöldum. Það er nú bara ekkert flóknara en þetta.... D vítamín vítamín stuðlar að eðlilegri starfsemi ónæmiskerfisins........og það sama má segja um C vítamín, mörg B vítamín, Sínk, Selen, A vítamín og Járn...... Og vanti okkur þessi vítamín og stein/snefilefni í kroppinn....þá er ónæmiskerfið ekki að virka sem skildi. Skortur á þessum efnum er algengur....say no more... Ég persónulega huga ávallt að því að taka inn D vítamín, C vítamín og B vítamín blöndu. Svo tek ég rispur á einhverjum andoxunarefna kokteilum sem innihalda hin efnin. Núna eftir að við stöllurnar fórum að flytja inn munnúðana frá Nordaid , þá nota ég D vítamínið og B Complex. Svo nota ég Trace Minerals freyðitöflurnar, Max Hydrate Immunity , en í þeim er mikið C vítamín. Áfram ónæmiskerfið!
Skoða meira

Skráðu þig í heilsuklúbbinn okkar

Af og til munum við senda þér heilsutengdan fróðleik og upplýsingar um vörurnar okkar.

Hugsanlega munum við einnig leita til þín og biðja þig að taka þátt í örstuttum

skemmtilegum könnunum, sem tengjast heilsu og vellíðan.

Share by: