Algengar spurningar

ALGENGAR

spurningar

  • Hvers vegna ætti ég að taka bætiefni?

    Bætiefni koma aldrei í staðinn fyrir hollt og fjölbreytt mataræði. Það vitum við líka með vissu. Möguleikar okkar til að njóta góðrar heilsu geta verið mismiklir á mismunandi æviskeiðum, t.d. vegna aldurs eða vegna ýmissa áskorana sem við glímum við á hverjum tíma. Við sumar aðstæður getur því verið erfitt að mæta þörf líkamans fyrir næringarefni með mataræði einu saman. Á tilteknum æviskeiðum, t.d. á breytingaskeiðinu, getur verið mikilvægt að fá viðbótarmagn af virkum efnum úr jurtum og plöntum til að vinna gegn einkennum tíðahvarfanna og í kjölfar veikinda er oft nauðsynlegt að auka inntöku tiltekinna vítamína og steinefna. Stundum koma tímabil sem eru svo streituvaldandi eða krefjandi að við höfum varla orku afgangs til að komast í búðina eða elda hollan og fjölbreyttan mat.


    Auk þess hefur næringargildi margra þeirra matvæla sem við neytum í dag rýrnað vegna nauðyrkju landbúnaðarsvæða, en það eykur einnig þörfina fyrir bætiefni.


  • Hversu lengi á ég að nota bætiefni?

    Við höfum öll mismunandi þarfir, allt eftir aldri og aðstæðum hverju sinni. Vörurnar frá númer eitt eru hannaðar til að mæta þessum mismunandi þörfum. Þær eru einnig hannaðar fyrir mismunandi svið heilsufars og hreysti. Það er mjög einstaklingsbundið hversu lengi er æskilegt að nota bætiefni. Sum bætiefni þjóna þeim tilgangi að styrkja og efla almenna heilsu en öðrum er ætlað að styrkja varnir líkamans.


    En við mælum með að taka bætiefnin á hverjum degi í a.m.k mánuð enda er mánaðarskammtur í hverju boxi,  við mælum alltaf með að nota bætiefnin í þrjá mánuði til að ná sem bestum árangri.


    Hægt er að skipta um box á tímabilinu, velja nýtt box með öðrum tilgangi eða halda áfram með þann sama ef hann reynist vel.


  • Geta þau sem eru grænmetisætur og vegan notað vörurnar?

    Bætiefnaboxin "Kyrrð", "Vörn" og "Karl 45+" eru vegan en ekki hin þrjú boxin  þ.e "Kona 45+" "Orka" og "Kjarni" vegna innihaldsefna sem eru:


    – Q10 (gelatínhylki unnin úr nautgripum)

    – Olía úr villtum laxi

  • Innihalda fjölvítamínin í bætiefnaboxunum ykkar innihaldi einhver fylliefni, eins og margar töflur gera, þar sem ég er með óþol fyrir mörgum slíkum efnum.

    Flestar vörurnar okkar eru í hylkjum, einmitt til að geta notað sem minnst af þeim fylliefnum sem oft eru í töflum. Sumar vörurnar eru þó í töfluformi (B-vítamínblanda, D-vítamín, B-12, magnesíum og selen) og innihalda eitthvað af fylliefnum. Fylliefnin eru þó öll unnin úr plöntum og algerlega náttúruleg, svo við gerum engar málamiðlanir þar hvað framleiðslugildin okkar varðar. Af þeim sökum húðum við ekki töflurnar okkar og þær geta því verið með svolítið grófa yfirborðsáferð. Okkur finnst það samt mun betri kostur en að hjúpa töflurnar okkar með óþarfa aukaefnum. 

  • Hvað er „Food State“?

    Food State, eða vara í náttúrulegu formi, er hugtak sem er notað um vítamín og steinefni sem eru framleidd í eins konar „matarpakka“ úr ávöxtum og/eða grænmeti. Með því móti skilgreina frumur líkamans þessi vítamín og steinefni sem fæðu og taka þau upp sem slík. Þetta eru því einstaklega góð vítamín með mikla upptöku. 

  • Eru vörurnar sojafríar?

    Allar vörurnar okkar eru sojafríar, að undanskildu Q10 sem er í Orkuboxinu. Þau innihalda reyndar ekki hreint soja, en lesitínið í hylkjunum er unnið úr soja. Sojað sem notað er til að vinna lesitínið er EKKI erfðabreytt.


  • Hvað þýðir Omega 3 - olía úr villtum laxi?

    Fiskiolían okkar er sjálfbær, spriklandi fersk, hrein og laus við öll díoxín og þungmálma  Olían inniheldur langkeðju ómega-3-fitusýrurnar DHA og EPA, sem stuðla að heilbrigðum þroska heila og augna í fóstri og hjá kornabörnum á brjósti. 

  • Ég er undir miklu álagi og orkan ekki mjög mikil, hvaða bætiefni ætti ég að taka?

    Þegar álagið er mikið getur líkaminn þurft aukið magn ýmissa næringarefna til að mæta aukinni orkueftirspurn. Því getur verið gott að fylla vel á tankinn.  Við mælum með "Orkuboxinu".  Betra getur verið að taka bætiefnin í þessu boxi fyrri hluta dags með máltíð. 


  • Hvaða vörur henta vel fyrir þungaðar konur?

    Fyrir þungaðar konur getum við mælt með "Kjarna" sem er grunnblandan okkar.  Inniheldur fjölvítamín og steinefni, D3 vítamín, Omega 3 úr laxi og vinveitta meltingargerla. 


    Þessi blanda hentar flestum einstaklingum sem vilja tryggja líkamanum öll helstu næringarefnin daglega. 


  • Hvaða tegund hentar fyrir breytingaskeið kvenna?

    Ef  þú finnur fyrir áhrifum hormónabreytinga eða ójafnvægis og vilt tryggja líkamanum öll helstu næringarefnin alla daga þá mælum við klárlega með bætiefnaboxinu "Kona 45+"


    Sérhönnuð blanda fyrir konur sem eru byrjaðar að upplifa hormónabreytingar af völdum breytingaskeiðsins.


    Blandan inniheldur fjölvítamín- og steinefnablöndu á fæðuformi (food state), D-vítamín, magnesíum, omega 3 úr laxi og jurtablöndu með burnirót og rauðsmára.


    KONA 45+ inniheldur m.a. öfluga blöndu B-vítamína, C-vítamín, A-vítamín, K2-vítamín, joð, sink, selen og magnesíum sem allt eru næringarefni sem eru ákaflega mikilvæg fyrir jafnvægi á hormóna- og taugakerfi sem og fyrir viðhald beina, liða og húðar.


    Burnirót og rauðsmári eru þekktar lækningajurtir sem notaðar hafa verið um árhundruð vegna orkugefandi og hormónajafnandi áhrifa þeirra.


    Kona hentar öllum konum sérstaklega eftir fertugt.


  • Konur sem eru að hætta eða eru hættar á túr þurfa ekki eins mikið auka járn eins og áður, hvernig er með járn skammtinn hjá ykkur? Er betra að finna bætiefni sem innihalda ekki járn fyrir konur sem eru að hætta á túr?

    Það er rétt, konur hætta yfirleitt að þurfa járnbætiefni þegar blæðingar hætta en auðvitað er gott að láta fylgjast með járnstöðunni áfram, sérstaklega ef saga er um blóðleysi.


    "Kona 45+" blandan okkar er hönnuð með þetta í huga og hún inniheldur aðeins 1 mg af náttúrulegu járni. Það er mjög lítið magn og ætti ekki að vera áhyggjuefni. Það fylgir einfaldlega með í steinefnablöndunni sem er unnin beint úr náttúrunni og nýtist því einstaklega vel. 


    Ef kona er að hætta  á blæðingum er þetta því blandan sem við mælum með. Við ráðleggjum þó alltaf að hafa samband við heimilislækni ef einhver vafi liggur fyrir eða viðkomandi vill láta fylgjast með járnstöðunni. 


ERTU MEÐ SPURNINGU ?

Ertu með spurningu?

Share by: