Framleiðsluaðferð jurta

FRAMLEIÐSLU-

AÐFERÐ JURTA

Hvert bætiefnabox inniheldur 30 dagsskammta í handhægum umbúðum. Hver dagsskammtur inniheldur sérvaldar jurtir, vítamín, steinefni, ber, þang, Q10 eða góðgerla. 

ÞRÓUN

Þróað af jurtalæknum

Innihaldið er þróað af dönskum jurtalæknum og samsetning bætiefnanna í boxunum er úthugsuð út frá rannsóknum og alda þekkingu á jurtum og virkni þeirra og innihaldið sett saman með samvirki í huga. Bætiefnin eru af hæsta gæðaflokki hvað varðar hreinleika og virkni, innihalda staðlað jurtaextrakt og mjög virka skammta. Hvert bætiefnabox inniheldr 30 dagsskammta í handhægum umbúðum. Hver dagsskammtur inniheldur sérvaldar jurtir, vítamín, steinefni, ber, þang, Q10 eða góðgerla. 


Skammtastærð hvers efnis í bætiefnaboxunum er hárnákvæmt ákvörðuð og samsvarar þeim meðferðarskömmtum sem jurtalæknar mæla með. Skammtarnir eru í samræmi við leiðbeinandi fræðilegt efni á sviði jurtalækninga, þ.e. „Commission E monographs“, „British Herbal Compendium“ og ESCOP (European Scientific Cooperative On Phytoterapi). Þetta fræðilega efni byggir bæði á mikilli reynslu til fjölda ára og fræðilegum rannsóknum.


FRAM-

LEIÐSLA

Framleiðsaðferð

Þurrextrakt úr jurt, rót eða blómi er, eins og nafnið gefur til kynna, extrakt (eða kjarni) sem hefur verið þurrkað. Innihaldsefni jurtanna eru einangruð með háþróuðum tæknibúnaði í stýrðum verkferlum og efnin eru því næst unnin í þurrextrakt.


Forvinnsla jurtanna

Eftir uppskeruna er jurtin þurrkuð og möluð í duft og því næst blandað við þann vökva sem hentar best til útdráttar innihaldsefna hverrar jurtar fyrir sig (oftast vatn, alkóhól eða blanda úr þessu tvennu). Í útdráttarferlinu eru innihaldsefni plöntunnar soguð varlega út í útdráttarvökvann, sem er í grundvallaratriðum svipað ferli og þegar við lögum te. Virkni útdráttarins og gæði lokaafurðarinnar eru háð nokkrum þáttum. Útdráttartími, hitastig, þrýstingur og val á útdráttarvökva eru aðeins nokkrar af breytunum sem tryggja góðan árangur.


Síun

Að útdráttarferlinu loknu eru jurtaleifarnar síaðir frá. Síuðu jurtaleifarnar eru síðan endurnýttar, til dæmis í lífeldsneyti.


Þétting:

Nú þarf að fjarlægja megnið af útdráttarvökvanum til að minnka rúmmál extraktsins, lengja geymsluþol þess og þétta innihaldsefnin. Vökvinn er „soðinn niður“ við milda uppgufun við lofttæmi til að spilla ekki innihaldsefnunum.


Extrakt í duftformi

Lokaskrefið er að vinna jurtaextraktið í duftform, en það er gert með úðaþurrkun. Við úðaþurrkun er oft nauðsynlegt að bæta við burðarefni til að binda extraktið. Burðarefnið er oftast maltódextrín, sem er náttúrulegt kolvetni (unnið úr óerfðabreyttum maís).

LOKA

AFURÐ

Lokaafurð og þétting


Þurrþykkni er þannig þykkni úr innihaldsefnum jurtarinnar, þess vegna hefur það meiri styrk innihaldsefna en sama magn af þurrkuðum jurtum.


Styrkur innihaldsefna fer eftir einstökum jurtum og sérstakri útdráttaraðferð. Styrkur extraktsins sem er notuð er á bilinu 2:1 og 25:1, en oftast um 4:1 eða 11:1.

EKTRAKT

Styrkur Ektrakts

Styrkur extrakts er tilgreindur sem útdráttarhlutfall, það er að segja magn þurrkaðra jurta í kílóum á móti 1 kílói af extrakti. Til dæmis þýðir styrkleikatalan 11:1 að í extrakti er 1 kg af útdráttarefni, sem samsvarar 11 kg af þurrkuðum jurtum. Eða með öðrum orðum: 11 kg af þurrkuðum jurtum voru notuð til að framleiða 1 kg af extrakt.

SKOÐUN

Og greining

Í tengslum við vinnsluna á extraktinu eru gerðar nokkrar greiningar, bæði á upprunalega hráefninu og á extraktinu, bæði í útdráttarferlinu og að því loknu.

Bætiefnabox frá Númer eitt

Þessi hugvitssamlega vörulína inniheldur sex heildstæð bætiefnabox sem eru sérsniðin fyrir mismunandi heilsufarsþætti:

Share by: