Góðgerlar og góðgerlanæring

ELLEN®

GÓÐGERLAR OG GÓÐGERLANÆRING

Probiotics og Prebiotics

HVAÐ ERU GÓÐGERLAR (PROBIOTICS)?


Góðgerlar eru lifandi örverur sem geta stuðlað að bættri heilsu. Góðgerlar innihalda yfirleitt bakteríur. Í mannslíkamanum finnast góðgerlar á húðinni, í þörmunum og á kynfærasvæði kvenna. Góðgerlablöndur geta innihaldið mismunandi bakteríustofna og þannig haft mörg og mismunandi heilsubætandi áhrif. Góðgerlarnir sem finnast í þörmunum eru til dæmis ekki þeir sömu og finnast á kynfærasvæði kvenna. Til að kynna megi vöru sem góðgerla er gerð krafa um að sýnt hafi verið fram á heilsubætandi áhrif gerlanna í rannsóknum og að sama magn gerla og notað var við rannsóknina sé til staðar í vörunni.


GÓÐGERLAR FYRIR LEGGÖNG

Í heilbrigðri gerlaflóru legganga eru mjólkursýrugerlar ráðandi tegund gerla, en þeir eru einnig kallaðir góðgerlar. Þeir hjálpa til við að halda sýrustigi legganganna lágu með því að framleiða mjólkursýru og viðhalda súru umhverfi. Við ákveðin skilyrði er hætt við að sýrustig legganganna fari úr jafnvægi. Það getur t.d. gerst meðan á blæðingum stendur, eftir sýklalyfjakúr eða á meðgöngu. Þegar sýrustigið í leggöngunum hækkar getur það valdið því að óæskilegar bakteríur valdi ertingu og óþægindum þar sem hærra sýrustig skapar slíkum bakteríum hagstæð skilyrði. Inntaka góðgerla getur hjálpað þér að viðhalda réttu sýrustigi á kynfærasvæðinu.


GÓÐGERLAR FRÁ ELLEN

Ellen býður upp á tvær góðgerlavörur: ellen®-túrtappa með góðgerlum og ellen®-góðgerlakrem. Báðar vörurnar innihalda góðgerlablönduna „Lacto Naturel (LN)“ frá Ellen sem samanstendur af sömu náttúrulegu mjólkursýrugerlum og eru til staðar í heilbrigðum leggöngum. „Lacto Naturel (LN®)“ er blanda þriggja stofna mjólkursýrugerla:


Lactobacillus gasseri LN40

Lactobacillus fermentum LN99

Lactobacillus rhamnosus LN113

HVAÐ ER GÓÐGERLANÆRING (PREBIOTICS)?

Góðgerlanæring (prebiotics) eru efni sem skapa góðgerlunum hagstætt umhverfi. Góðgerlanæring getur til dæmis nært góðgerlana eða hindrað vöxt óæskilegra baktería, til að þær æskilegu fái meira svigrúm til að fjölga sér.


GÓÐGERLANÆRING FYRIR VIÐKVÆM SVÆÐI

Í húðlínu Ellen fyrir okkar viðkvæmasta svæði eru þrjár vörur með góðgerlanæringu: ellen® Prebiotic-hreinsifroða fyrir viðkvæm svæði, ellen® Prebiotic-svitalyktareyðir fyrir viðkvæm svæði og ellen® Prebiotic-gel til að nota eftir rakstur og vax. Þetta eru vörur sem eru ætlaðar fyrir ytri kynfærasvæðið eða nárasvæðið. Góðgerlanæringin í vörunum eflir góðgerlaflóru húðarinnar, dregur úr ertingu og styrkir varnarlag húðarinnar. Góðgerlanærandi efnin í vörunum frá Ellen eru sérvalin í samræmi við rannsóknir sem hafa sýnt fram á að þau hefti vöxt óæskilegra baktería. Þannig skapast ákjósanlegra umhverfi fyrir vinveittu bakteríurnar.

HVAÐ ERU MJÓLKURSÝRUGERLAR?

Mjólkursýrugerlar er samheiti yfir bakteríur sem mynda mjólkursýru. Þegar örverur brjóta niður sykur myndast mjólkursýra sem stuðlar að lágu sýrustigi í leggöngunum. Það eru til margar tegundir mjólkursýrugerla og þeir skiptast í mismunandi stofna með mismunandi virkni. Mjólkursýrugerlar í jógúrti eru til dæmis ekki þeir sömu og finnast í heilbrigðum leggöngum. Þess vegna er ekki ráðlegt að smyrja leggöngin með jógúrti í þeim tilgangi að bæta sýrustigið.

Share by: