Nikura


Roll on - 100% hreinar ilmkjarnaolíur blandaðar í kókosolíu er hægt að nota í margvíslegum tilgangi.  Roll - on er frábær vinagjöf og gott að taka með sér í ferðalög og hafa á náttborðinu.



  • 100% hreinar ilmkjarnaolíur



  • Mý frí gegn flugum og skordýrum
    Eftir Inga Kristjáns 12 Jul, 2023
    Það er frekar glatað að komast loksins í langþráð frí í fallegri sveit og vera svo bara étinn lifandi af flugukvikindum sem við köllum lúsmý. Það er þá eins gott að grípa til allra hugsanlegra ráða til að halda varginum í burtu og við kynnum aftur til sögunnar, Mý frí flugnafæluna sem sló í gegn síðastliðið sumar. Mý frí er úthugsuð blanda 5 ilmkjarnaolía, 100% hrein olía, sem er rosalega drjúg í notkun. Hér bendum við á nokkrar leiðir hvernig best er að að nota Mý frí: Notist beint á húð, en við mælum ávallt með að blanda Mý frí í grunnolíu, þar sem hún er mjög sterk. Olíu eins og kókos, möndlu eð jafnvel ólífuolíu, skiptir ekki öllu máli hver olían er. Sumir nota þó Mý frí flugnafæluna beint á húðina....en við mælum ekki með því. Bera vel á handleggi, fótleggi, bringu og bara hvar sem er á líkamann. Gott að setja nokkra dropa í stroffið á peysunni/bolnum/jakkanum, eins á sokkana og faldinn á buxunum. Líka í húfuna eða skyggnið á derhúfunni. Nokkrir dropar (óblandaðir) í gluggaföls og dyraföls eða við innganginn í hjólhýsið/tjaldvagninn/tjaldið. Einnig í kringum heita pottinn og á útisvæðum. Einnig gott að setja nálægt rúmum áður en farið er að sofa. Útbúa sprey, gott að nota þá einhverskonar alkohól til að blanda ilmkjarnaolíunum vel samanvið vatnið, en ef ekki er notað alkohól, þá þarf að passa að hrista vel brúsann áður en úðað er. Það er hægt að spreyja í kring um sig að vild og beint á flugur ef þær sjást. Nota mý frí í ilmlampa, hægt að nota bæði úti og inni, til dæmis á svölunum. Áður en haldið er af stað er sniðugt að þvo rúmföt og handklæði með Mý frí....þá er ca 20-30 dropar settir í mýkingarefnis hólfið. Vonum að þessar leiðbeiningar komi sér vel og hjálpi í baráttunni við skordýrin. Mý frí fæst í flestum apótekum um land allt, í Fræinu Fjarðarkaup og í Heilsuhúsinu.  Meira um Mý frí hér:
    16 Jan, 2023
    Hver kannast ekki við að þegar nýtt ár er gengið í garð að segja við sjálfa/n sig, núna kaupi ég mér kort í ræktina og fer að taka inn vítamín? Við getum örugglega flest ef ekki öll tengt við þessar pælingar. En stóra spurningin er sú, viðheldur þú þínu markmiði út árið eða byrjaru af krafti og hættir eftir mánuð eða svo? Við mæðgur setjum okkur alltaf ný markmið fyrir komandi ár og höfum haft að leiðarljósi að þau séu raunhæf og hugsanlega ekki of krefjandi. Við höfum þá skoðun að litlu hlutirnir skipti máli og þegar kemur að bættri heilsu ber helst að nefna góða næringu, hreyfingu, svefn, hugleiðslu og öndun.“ Okkur langar að deila með ykkur pistli þar sem fjallað er um nokkrar af okkar vörum í Fréttablaðinu sem kom út nú á dögunum. Lesa grein hér Munið að heilsan er númer eitt! Eigið dásamlegan dag :)
    Númer eitt handspritt og sótthreinsispritt
    29 Nov, 2022
    Númer eitt handsprittið sem mýkir og nærir hendurnar með dásamlegum lavender eða sítrónuilm
    Eftir Íris Gunnarsdóttir 19 Mar, 2021
    Fersk, hrein ilmandi sítrus/lemon olía sem hefur jákvæð áhrif á taugakerfið. Möguleikar á notkun Lemon ilmkjarnaolíu eru óteljandi og hún er talin mjög sótthreinsandi. Lemon ilmurinn er upplífgandi og hressandi og getur haft jákvæð áhrif á einbeitingu og athygli. Heimilið: Við höfum mælt með að nota ilmkjarnaoliu við almenn heimilisþrif og að blanda nokkrum dropum útí ilmefnalaus þvotta- og mýkingarefni. Það er sniðugt að setja nokkra dropa inní þurrkarann og þvotturinn verður ilmandi hreinn. Einnig er hægt að setja nokkra dropa í rysugupokkann og ruslafötuna í eldhúsinu. Vellíðan: Blanda má dropum úti allar snyrtivörur eins og sturtusápuna, sjampóið og næringuna. Hafa skal í huga að nota færri dropa en fleiri og bæta þá frekar við ef þörf er á. Nikura eru 100% hreinar ilmkjarnaolíur og fást í 100ml glerflöskum. Skoða allar tegundir
    Ilmkjarnaolíu sett í fallegum kassa, átta vinsælar olíur
    Eftir Inga Kristjáns 02 Dec, 2020
    Langar þig að kynnast ilmkjarnaolíum og læra aðeins að nota þær? Eða ertu ilmkjarnaolíu notandi nú þegar? Þá mælum við með broti af því besta frá Nikura, sem eru átta 100% hreinar ilmkjarnaolíur í fallegum kassa. Bæði er askjan falleg gjöf frá þér til þín eða handa þeim sem þér þykir vænt um. Sérfræðingar Nikura settu saman þetta úrval af olíum með það í huga að það henti öllum, þeim sem vanir eru að nota ilmkjarnaolíur og þeim sem eru að stíga sín fyrstu skref. Í boxinu er leiðbeiningablað á íslensku sem gefur öllum möguleika á að prófa sig áfram og njóta ilmanna í botn. Askjan inniheldur eftirfarandi ilmkjarnaolíur í 10ml glösum: Lavender, Tea tree, Lemon, Lemongrass, Bergamot, Cedarwood, Geranium og peppermint. Eitthvað fyrir alla! Hér eru tvær uppskriftir sem gætu komið þér á bragðið. Blanda fyrir styrk og andlegt jafnvægi: Lavender 20 dropar Lemongrass 10 dropar Cedarwood 8 dropar Blanda sem vinnur gegn kvíða og streitu: Bergamot 15 dropar Geranium 10 dropar Lavender 5 dropar Varúð! Notið aldrei ilmkjarnaolíur óblandaðar á húð, eða í baðvatn. Ávallt blanda í grunnolíu, t.d. möndlu eða kókosolíu. Bergamot ilmkjarnaolían er mjög ljósnæm og ef hún er notuð á húð, þarf að varast sól í allt að 12 klst. Eftir notkun. Ilmkjarnaolíurnar eru ekki ætlaðar til inntöku. Þú færð Nikura öskjuna hjá eftirtöldum sölustöðum: Fjarðarkaup - Lyfjum og Heilsu - Apótekaranum - Hagkaup - Bóel Óðinsgötu - Lyfsalanum - Veganbúðinni
    Snurtivörur, húðvörur og hreinleitisvörur með ilmkjarnaolíum
    Eftir Inga Kristjáns 02 Dec, 2020
    Ert þú einn af þeim sem notar ekki bodylotion því lyktin af því er svo sterk og yfirþyrmandi? Eða notar þú sturtusápu sem inniheldur greinilega ekki minnsta vott af náttúrulegri lykt? Margir hafa mikið óþol eða ofnæmi fyrir kemískum ilmefnum, fá höfuðverk, mígreni og allskonar einkenni þegar þeir eru útsettir fyrir þeim. Einmitt vegna þessa er nú til mikið úrval af ilmefnalausum kremum, bodylotion, sápum, olíum og fleiru. Hins vegar langar kannski marga að hafa góðan ilm af snyrtivörunum sínum, en þurfa þá að fá vörur sem innihalda ekta náttúrulegan ilm....sem er líka miklu betri en kemíska draslið og hefur ekki þessi neikvæðu áhrif á heilsuna. Þá finnst okkur frábær hugmynd að blanda 100% hreinum Nikura ilmkjarnaolíum saman við snyrtivörurnar, til að njóta bæði ilmsins af þeim en ekki síður heilsubætandi eiginleika þeirra. Það er hægt að gera það á tvennan hátt, annað hvort að blanda ilmkjarnaolíunni út í kremið/sápuna/olíuflöskuna, eða það er hægt að setja bara einn dropa með í lófann þegar nota á vöruna. Það besta er að þú ræður þá nákvæmlega hvaða ilm þú notar og hve mikinn eða sterkan. Við mælum með frískandi lemongrass eða peppermint í sturtusápuna, róandi lavender í bodylotion eða andlitskrem, ilmandi sweet orange eða lemon í húðolíuna...eða bara það sem þér dettur í hug! Kíktu á úrvalið hér:
    Skoða meira

    Nikura eru aðilar að ATC

    Nikura aðilar að ATC

    Aromatherapy Trade Council (ATC) eru viðskiptasamtök fyrir framleiðendur og birgja ilmkjarnaolía. Þau gæta hagsmuna bæði seljanda og neytenda í Bretlandi. Ilmkjarnaolíur eru nú orðnar mjög vinsælar og mikið úrval vara getur verið ruglandi fyrir neytendur sem leita að öruggum gæðavörum. Samtökunum er umhugað um að ilmkjarnaolíur séu notaðar á öruggan máta og markaðssettar á ábyrgan hátt.


    Það er því trygging fyrir góðum gæðum og öryggi að velja ilmkjarnaolíur frá meðlimafyrirtækjum ATC.





    Skráðu þig í heilsuklúbbinn okkar

    Af og til munum við senda þér heilsutengdan fróðleik og upplýsingar um vörurnar okkar.

    Hugsanlega munum við einnig leita til þín og biðja þig að taka þátt í örstuttum

    skemmtilegum könnunum, sem tengjast heilsu og vellíðan.

    Share by: