ELLEN


ALGENGAR

spurningar

  • Hvað eru góðgerlar?

    Góðgerlar er samheiti yfir vinveittar bakteríur sem finnast aðallega í þörmunum en einnig á kynfærasvæði kvenna. 


    Mjólkursýrugerlar eru ráðandi tegund í leggöngunum. Þessir gerlar taka þátt í að viðhalda jafnvægi á sýrustigi legganganna og hefta þannig vöxt óæskilegra baktería. Orðið „probiotics“ (góðgerlar) þýðir „fyrir lífið“.


  • Hvaða hlutverki gegna mjólkursýrugerlar í leggöngunum?

    Mjólkursýrugerlar (lactobacillus-stofnar) eru ráðandi tegund í heilbrigðum leggöngum. Mjólkursýrugerlar framleiða mjólkursýru og viðhalda jafnvægi á sýrustigi legganganna og koma þannig í veg fyrir að skaðlegar bakteríur nái að fjölga sér. 


    Mjólkursýrugerlar eru því ómissandi til að viðhalda heilbrigði legganganna. Við ákveðnar aðstæður getur mjólkursýrugerlum fækkað. Þetta getur til dæmis gerst meðan án blæðingum stendur, eftir sýklalyfjakúra og á breytingaskeiðinu. Þetta getur valdið ójafnvægi og óþægindum á borð við kláða, ertingu og illa þefjandi útferð.


  • Hvaða sýrustig er æskilegt í leggöngunum?

    Sýrustig (PH-gildi) legganganna getur verið ólíkt milli einstaklinga og getur verið mismunandi eftir tímabilum og aldri. Almennt er þó æskilegt að það sé á milli 4,0 og 4,4. Ellen® Vaginal pH-Control® gerir þér kleift að mæla sýrustig legganganna sjálf.

  • Hvað á ég að gera ef sýrustigið er of hátt eða of lágt?

    Ef sýrustigið er utan eðlilegra marka skaltu hafa samband við kvensjúkdómalækni. Vertu einnig vakandi fyrir einkennum á borð við breytta útferð eða breytingum á lykt frá leggöngum.

  • Hvers vegna er mælt með að nota góðgerla á kynfærasvæðið?

    Með því að nota góðgerla á kynfærasvæðið stuðlar þú að eðlilegu sýrustigi. Jafnvægi á sýrustigi legganganna er nauðsynlegt til að viðhalda heilbrigði kynfæranna. 


    Á vissum tímabilum er meiri hætta á að sýrustigið fari úr jafnvægi. Þetta getur til dæmis gerst meðan á blæðingum stendur, á meðgöngu, eftir sýklalyfjakúra eða í tengslum við breytingaskeiðið.

  • Af hverju eru vörurnar frá Ellen án ilmefna?

    Ellen telur að lykt frá leggöngum eigi að vera náttúruleg. Húðin á kynfærasvæðinu er auk þess afar viðkvæm og ilmefni geta valdið ertingu.

  • Hvað þýðir eðlilegt sýrustig legganga?

    Þegar sýrustig í leggöngunum er eðlilegt þýðir það meðal annars að:

    • Þú ert laus við óþægindi
    • Þú ert laus við kláða og ertingu
    • Þú ert laus við ólykt frá leggöngunum

    Góðgerlaflóran eflist og heldur óvinveittum bakteríum sem gera þér lífið leitt í skefjum.

  • Af hverju eru túrtapparnir frá Ellen dýrari en margir aðrir?

    Túrtapparnir okkar eru hágæðavara sem inniheldur góðgerla og eru því ekki bara „venjulegir túrtappar“.


    Góðgerlatúrtapparnir frá ellen® innihalda náttúrulega mjólkursýrugerla sem finnast í heilbrigðri gerlaflóru legganganna og hjálpa til við að halda jafnvægi á sýrustigi þeirra. 


    Mjólkursýrugerlablöndunni frá ellen (LN®) er bætt við hvern túrtappa í framleiðsluferlinu. Þú getur jafnvel séð góðgerlana með eigin augum ef þú opnar góðgerlatúrtappa frá ellen®.


    Mjólkursýrugerlarnir sem við notum eru þrjár algengustu tegundirnar sem finnast náttúrulega í kviðarholinu og stuðla að réttu sýrustigi meðan á blæðingum stendur. 


    Góðgerlatúrtappi frá ellen® er miklu meira en venjulegur túrtappi. 


    Í rauninni ert þú að borga fyrir góðferlana, en færð túrtappann með ókeypis.

  • Get ég notað góðgerlakremið frá ellen® á meðgöngu?

    Já, góðgerlakremið frá ellen® má nota á meðgöngu og við brjóstagjöf.


ERTU MEÐ SPURNINGU ?

Ertu með spurningu?


03 Mar, 2023
Við þekkjum það örugglega flest allar að hafa glímt við einhverskonar vandamál þegar kemur að kynfærasvæðinu eins og leggangaþurrk eða þvagfærasýkingar. Ef að sýrustig í leggöngum er í jafnvægi þá erum við ekki að glíma við vandamál á borð við, óþægindi, kláða, ertingu eða jafnvel ólykt. En erum við að spá í hvaða vörur við erum að nota og hvaða vörur geta virkilega hjálpað okkur til að hafa þetta svæði í toppstandi? Ellen vörurnar eru sérstaklega hannaðar fyrir kynfærasvæði kvenna og innihalda vörurnar góðgerla (Probiotics) og góðgerlanæringu (Prebiotics). SKOÐA VÖRUR Hvað eru góðgerlar (Probiotics) og góðgerlanæring (Prebiotics)? Góðgerlar (Probiotics) eru samheiti yfir vinveittar bakteríur sem finnast aðallega í þörmunum en einnig á kynfærasvæði kvenna. Mjólkursýrugerlar eru ráðandi tegund í leggöngunum og taka þessir gerlar þátt í að viðhalda jafnvægi á sýrustigi legganganna og hefta þannig vöxt óæskilegra baktería. Orðið „probiotics“ (góðgerlar) þýðir „fyrir lífið“. Í Ellen vörulínunni eru tvær vörur sem innihalda góðgerla: ellen® - krem ellen® - tíðartappar Góðgerlanæring (prebiotics) eru efni sem skapa góðgerlunum hagstætt umhverfi. Góðgerlanæring getur til dæmis nært góðgerlana eða hindrað vöxt óæskilegra baktería til að þær æskilegu fái meira svigrúm til að fjölga sér. Í húðlínu Ellen eru þrjár vörur með góðgerlanæringu: ellen® - hreinsifroða ellen® - svitalyktareyðir ellen® - gel til að nota eftir rakstur og vax Þetta eru vörur sem eru ætlaðar fyrir ytri kynfærasvæðið eða nárasvæðið. Góðgerlanæringin í vörunum eflir góðgerlaflóru húðarinnar, dregur úr ertingu og styrkir varnarlag húðarinnar. Góðgerlanærandi efnin í vörunum frá Ellen eru sérvalin í samræmi við rannsóknir sem hafa sýnt fram á að þau hefti vöxt óæskilegra baktería. Þannig skapast ákjósanlegra umhverfi fyrir vinveittu bakteríurnar. HVAÐ ERU MJÓLKURSÝRUGERLAR? Mjólkursýrugerlar er samheiti yfir bakteríur sem mynda mjólkursýru. Þegar örverur brjóta niður sykur myndast mjólkursýra sem stuðlar að lágu sýrustigi í leggöngunum. Það eru til margar tegundir mjólkursýrugerla og þeir skiptast í mismunandi stofna með mismunandi virkni. Mjólkursýrugerlar í jógúrti eru til dæmis ekki þeir sömu og finnast í heilbrigðum leggöngum. Þess vegna er ekki ráðlegt að smyrja leggöngin með jógúrti í þeim tilgangi að bæta sýrustigið. EN VEISTU HVAÐ pH-GILDI LEGGANGA Á AÐ VERA? Sýrustig (PH-gildi) legganganna getur verið ólíkt milli einstaklinga og getur verið mismunandi eftir tímabilum og aldri. Almennt er þó æskilegt að það sé á milli 4,0 og 4,4. Ein varan í Ellen línunni er einmitt próf sem er mjög auðvelt í notkun og gerir þér kleift að mæla hvert sýrustig þitt í leggöngum er. pH-gildi sjálfspróf Ellen vörurnar fást í flestum apótekum og Fræinu Fjarðarkaup HUGSAÐU VEL UM ÞÍNA <3
02 Feb, 2023
HVAÐ ERU GÓÐGERLAR (PROBIOTICS)?  Góðgerlar eru lifandi örverur sem geta stuðlað að bættri heilsu. Góðgerlar innihalda yfirleitt bakteríur. Í mannslíkamanum finnast góðgerlar á húðinni, í þörmunum og á kynfærasvæði kvenna. Góðgerlablöndur geta innihaldið mismunandi bakteríustofna og þannig haft mörg og mismunandi heilsubætandi áhrif. Góðgerlarnir sem finnast í þörmunum eru til dæmis ekki þeir sömu og finnast á kynfærasvæði kvenna. Til að kynna megi vöru sem góðgerla er gerð krafa um að sýnt hafi verið fram á heilsubætandi áhrif gerlanna í rannsóknum og að sama magn gerla og notað var við rannsóknina sé til staðar í vörunni. GÓÐGERLAR FYRIR LEGGÖNG Í heilbrigðri gerlaflóru legganga eru mjólkursýrugerlar ráðandi tegund gerla, en þeir eru einnig kallaðir góðgerlar. Þeir hjálpa til við að halda sýrustigi legganganna lágu með því að framleiða mjólkursýru og viðhalda súru umhverfi. Við ákveðin skilyrði er hætt við að sýrustig legganganna fari úr jafnvægi. Það getur t.d. gerst meðan á blæðingum stendur, eftir sýklalyfjakúr, á meðgöngu og breytingaskeiði. Þegar sýrustigið í leggöngunum hækkar getur það valdið því að óæskilegar bakteríur valdi ertingu og óþægindum þar sem hærra sýrustig skapar slíkum bakteríum hagstæð skilyrði. Inntaka góðgerla getur hjálpað þér að viðhalda réttu sýrustigi á kynfærasvæðinu. GÓÐGERLAR FRÁ ELLEN Ellen býður upp á tvær góðgerlavörur: ellen®-túrtappa með góðgerlum og ellen®-góðgerlakrem. Báðar vörurnar innihalda góðgerlablönduna „Lacto Naturel (LN)“ frá Ellen sem samanstendur af sömu náttúrulegu mjólkursýrugerlum og eru til staðar í heilbrigðum leggöngum. „Lacto Naturel (LN®)“ er blanda þriggja stofna mjólkursýrugerla: • Lactobacillus gasseri LN40 • Lactobacillus fermentum LN99 • Lactobacillus rhamnosus LN113 HVAÐ ER GÓÐGERLANÆRING (PREBIOTICS)? Góðgerlanæring (prebiotics) eru efni sem skapa góðgerlunum hagstætt umhverfi. Góðgerlanæring getur til dæmis nært góðgerlana eða hindrað vöxt óæskilegra baktería, til að þær æskilegu fái meira svigrúm til að fjölga sér. GÓÐGERLANÆRING FYRIR VIÐKVÆM SVÆÐI Í húðlínu Ellen fyrir okkar viðkvæmasta svæði eru þrjár vörur með góðgerlanæringu: ellen® Prebiotic-hreinsifroða fyrir viðkvæm svæði, ellen® Prebiotic-svitalyktareyðir fyrir viðkvæm svæði og ellen® Prebiotic-gel til að nota eftir rakstur og vax. Þetta eru vörur sem eru ætlaðar fyrir ytri kynfærasvæðið eða nárasvæðið. Góðgerlanæringin í vörunum eflir góðgerlaflóru húðarinnar, dregur úr ertingu og styrkir varnarlag húðarinnar. Góðgerlanærandi efnin í vörunum frá Ellen eru sérvalin í samræmi við rannsóknir sem hafa sýnt fram á að þau hefti vöxt óæskilegra baktería. Þannig skapast ákjósanlegra umhverfi fyrir vinveittu bakteríurnar. HVAÐ ERU MJÓLKURSÝRUGERLAR? Mjólkursýrugerlar er samheiti yfir bakteríur sem mynda mjólkursýru. Þegar örverur brjóta niður sykur myndast mjólkursýra sem stuðlar að lágu sýrustigi í leggöngunum. Það eru til margar tegundir mjólkursýrugerla og þeir skiptast í mismunandi stofna með mismunandi virkni. Mjólkursýrugerlar í jógúrti eru til dæmis ekki þeir sömu og finnast í heilbrigðum leggöngum. Þess vegna er ekki ráðlegt að smyrja leggöngin með jógúrti í þeim tilgangi að bæta sýrustigið. Skoðaðu úrvalið af "Ellen" og sölustaði:
Mjólkursýrgerlar fyrir kynfærasvæðið þitt
03 Jan, 2023
- FYRIR KYNFÆRASVÆÐI KVENNA

Skráðu þig í heilsuklúbbinn okkar

Af og til munum við senda þér heilsutengdan fróðleik og upplýsingar um vörurnar okkar.

Hugsanlega munum við einnig leita til þín og biðja þig að taka þátt í örstuttum

skemmtilegum könnunum, sem tengjast heilsu og vellíðan.

Share by: