Náttúrulegt form | Food state

Kostirnir við náttúrulegt form (Food State)

Við leggjum ríka áherslu á að bjóða vítamín og steinefni sem eru unnin beint úr fæðunni, en það er hornsteinninn í því sem við köllum vítamín og steinefni á náttúrulegu formi (Food State). 

VÍTAMÍN OG STEINEFNI

náttúrunnar

Mannslíkaminn er frá náttúrunnar hendi fær um að taka upp vítamín og steinefni beint úr fæðunni. Í fæðunni eru vítamín og steinefni alltaf bundin öðrum næringarefnum og prótínsamböndum, í því sem kallað er uppbygging fæðunnar.


Í náttúrunni eru vítamín og steinefni, með öðrum orðum, ekki til í einangruðu formi. Uppbygging fæðunnar er lykilþáttur í því að frumurnar geti greint vítamín og steinefni og ræður því miklu um upptöku þessara efna í frumunum.


Við leggjum ríka áherslu á að bjóða vítamín og steinefni sem eru unnin beint úr fæðunni, en það er hornsteinninn í því sem við köllum vítamín og steinefni á náttúrulegu formi (Food state). Bætiefni á náttúrulegu formi (Food state) eru framleidd á margs konar hátt, allt eftir því hvaða vítamín eða steinefni á í hlut.


FRAM-

LEIÐSLA

bætiefna úr matvælum á náttúrulegu formi (Food State)

Frá náttúrunnar hendi innihalda gulrætur mikið magn af betakarótíni og sítrusávextir mikið af C-vítamíni. Þessi matvæli eru því náttúruleg leið til að útvega þessi næringarefni. Á rannsóknarstofunni er unnin blanda úr því vítamíni eða steinefni sem á að vinna á náttúrulegu formi (Food State) og matvælum sem innihalda mikið magn af viðkomandi vítamíni frá náttúrunnar hendi. Viðbættu vítamínin eða steinefnin eru svo tekin upp í valin matvæli, við stýrðar aðstæður, þar til tilgreindri mettun er náð, en þá er ferlið stöðvað.

FRAMLEIÐSLA VÍTAMÍNA

Á náttúrulegu formi (Food State) með Lactobacillus bulgaricus

Mjólkursýrugerillinn Lactobacillus bulgaricus er örvera sem þrífst náttúrulega í þarmakerfinu og færir okkur næringarefni. Lactobacillus bulgaricus inniheldur mikið magn vítamína og steinefna, sem þýðir að það er auðvelt að samþætta margs konar næringarefni við þennan geril.


Þetta er gert á rannsóknarstofu með því að búa til vatnslausn með hreinum Lactobacillus bulgaricus mjólkursýrugerlum, blöndu af þeim næringarefnum sem gerillinn dafnar best af og því vítamíni eða steinefni sem á að ummynda. Þannig á sér stað ræktun mjólkursýrugerlanna í tankinum, við stýrðar aðstæður. Þegar gerlaræktunin hefur náð æskilegu stigi er því vítamíni eða steinefni sem á að koma á náttúrulegt form (Food State) bætt saman við. Auk þess er bætt út í blöndu sérvalinna næringarefna sem verða hluti af uppbyggingu næringarefnanna í endanlegu afurðinni.


Þessi næringarefni geta verið, eftir því hver endanlega afurðin á að verið, blanda sérvalinna ávaxta og grænmetis sem innihalda fitu, kolvetni, trefjar og prótín. Mjólkursýrugerlarnir háma því næst vítamínið eða steinefnið í sig, og næringarefnablönduna líka. Þegar gerlarnir hafa tekið upp mesta hugsanlega magn af vítamíninu eða steinefninu eru þeir hreinsaðir vandlega í hreinu vatni og úðaþurrkaðir. Nú er þetta vítamín á náttúrulegu formi (Food State) komið í duftform og þá er hægt að vinna úr því annað hvort töflur eða hylki.

LÍFRÆN STEINEFNI

í plöntuformi

Við leggjum ríka áherslu á að bjóða steinefni sem eru unnin beint úr fæðunni, en það er hornsteinninn í því sem við köllum lífræn steinefni á náttúrulegu formi (Food State).

Þessi lífrænu steinefni eru framleidd með aðferð þar sem líkt er eftir því þegar náttúran umbreytir ólífrænum steinefnum í lífræn steinefni í plöntuformi.

Við framleiðsluna er notuð æt nytjaplanta sem heitir Brassica juncea og er úr sömu fjölskyldu og brokkolí.


Plantan er vatnsræktuð og fær að dafna við mjög stýrðar aðstæður og bestu hugsanlegu vaxtarskilyrði. Plantan er vökvuð með næringarlausn sem inniheldur steinefnin sem plantan á að taka upp.


Upptakan fer fram gegnum ræturnar og steinefnin byggjast upp í vef plöntunnar, rétt eins og í náttúrunni sjálfri. Þannig ummyndast steinefnin í lífræn plöntusteinefni.

Þessi planta er einstök að því leyti að hún getur tekið margs konar steinefni í miklu magni, en þannig er hægt að framleiða sérlega steinefnaauðugar plöntur.


Með því að nota háþróaða gerð röntgenmyndatækni fyrir plöntur (Phytoscan) er hægt að mæla upptöku steinefnanna í plöntunni til að sjá hvenær æskilegri mettun er náð.

Þá er plantan tekin upp, þurrkuð og möluð í duft. Þetta duft er lífrænt steinefni í plöntuformi sem við setjum í hylki.

KOSTIR

við lífræn plöntusteinefni

Steinefni á lífrænu plöntuformi nýta sér sömu efnaskiptaupptökuleiðir og matvæli, sem tryggir sérlega góða upptöku efnanna. Þar sem upptakan er svo mikil þarf ekki að nota stóra skammta.



Lífræn steinefni í plöntuformi eru mild efni sem flestir geta neytt vandkvæðalaust.

Ein af forsendunum fyrir upptöku steinefnis er að efnið sé leysanlegt í líkamanum.

Óuppleyst steinefni skiljast hratt út úr líkamanum og þá verður upptakan lítil.

Steinefni á lífrænu plöntuformi, úr ætum plöntum, ræktaðar með vatnsræktun, innihalda mikið magn steinefna sem eru mjög leysanleg. Upptakan verður því mjög mikil.


Annar ávinningur af steinefnum á plöntuformi er að auk lífrænu steinefnanna innihalda þau einnig mörg önnur plöntunæringarefni sem hafa samverkandi og jákvæð áhrif á líkamann. Plöntusteinefnin innihalda öll þau lífvirku efni sem líkami okkar þarf að fá úr fersku grænmeti, þar á meðal sum þeirra efna sem oft vantar í mataræði nútímans.

Meðal þeirra má nefna indól-3 karbínól, súlfórafan og glúkósílinöt.

SAMSETT

og næringarrík

Vítamín og steinefni á náttúrulegu formi (Food State) innihalda ekki aðeins tiltekið vítamín eða steinefni. Vegna framleiðsluaðferðarinnar sem notuð er innihalda bætiefni á náttúrulegu formi (Food State) einnig margs konar ensím og næringarefni á borð við prótín, fitu, kolvetni og amínósýrur.



Mannslíkaminn er frá náttúrunnar hendi fær um að taka inn vítamín og steinefni beint úr fæðunni okkar. Í fæðunni eru vítamín og steinefni alltaf bundin í önnur næringarefni og prótínsambönd, í því sem kallað er uppbygging fæðunnar (á lífrænu formi).


Uppbygging fæðunnar er lykilþáttur í því að frumurnar geti greint vítamín og steinefni og ræður því miklu um upptöku þessara efna í frumunum. Það er þetta matvælaform (Food State) sem við endursköpum með vítamínunum og steinefnunum okkar.

Bætiefnabox frá Númer eitt

Þessi hugvitssamlega vörulína inniheldur sex heildstæð bætiefnabox sem eru sérsniðin fyrir mismunandi heilsufarsþætti:

Share by: