Membrasin Dermal

MEMBRASIN® Dermal bætiefni

Membrasin vitality bætiefni

Membrasin® Dermal er fyrir alla fjölskylduna. Varan hefur virk og fyrirbyggjandi áhrif á viðkvæma og þurra húð og jafnvel á exem. Láttu náttúruna sjá um þig og þína nánustu frá toppi til táar.


BÆTIEFNI TIL AÐ BÆTA RAKASTIG HÚÐARINNAR:

Náttúruleg næringaruppbót og stuðningur við heilbrigða húð. Sameinar kosti sólberjafræjaolíu, hafþyrnisolíu og náttúrulegra A- og E-vítamína.


  • Ómega-3, -6, -7 og -9 fitusýrur, A og E-vítamín
  • Fyrir þurra húð og húðertingu
  • Stuðlar að því að viðhalda heilbrigði húðarinnar
  • Rakastig húðarinnar bætt á 2–5 vikum.


Um vöruna:

Membrasin®-bætiefnið til að bæta vökvastig húðarinnar stuðlar að viðhaldi varnarlags húðarinnar og kemur í veg fyrir og róar þurra húð og kláða. Það er náttúruleg næringaruppbót og stuðningur við heilbrigða húð.


Bætiefnið inniheldur einstaka blöndu BC634®-sólberjafræjaolíu og SBA24®-hafþyrnisolíu. Báðar eru þær ríkar af lífsnauðsynlegum fitusýrum til að viðhalda heilbrigði húðarinnar. Sýnt hefur verið fram á öryggi og virkni BC634®-sólberjafræjaolíu og SBA24®-hafþyrnisolíu með vísindalegum rannsóknum.

Bætiefnið inniheldur einnig A-vítamín úr náttúrulegu betakarótíni sem stuðlar að viðhaldi eðlilegrar húðar og slímhúðar og E-vítamín sem verndar húðina gegn oxunarskemmdum.


BC634®- og SBA24®-olíurnar eru unnar úr berjum og berjafræjum á varfærinn hátt til að varðveita virkni fitusýranna og annarra innihaldsefna. Olíurnar eru aðeins unnar úr berjum sem eru lífrænt ræktuð eða vaxa villt. Framleiðsluferlið er vistvænt og engin leysiefni eru notuð.


  • Lífsnauðsynlegar ómega-3, -6, -7 og -9 fitusýrur og A og E-vítamín stuðla að heilbrigði húðarinnar
  • Gammalínólensýra (GLA) styður við rakajafnvægi húðarinnar
  • A-vítamín* styður við eðlilega starfsemi slímhúðar og ónæmiskerfis
  • E-vítamín* veitir andoxunarvörn
  • Náttúruleg, virk innihaldsefni á borð við hafþyrnis- og sólberjafræjaolíu
  • Yfirleitt finnur fólk mun innan 2–5 vikna
  • Gelhylkin eru unnin úr jurtum og henta grænkerum (vegan)


Besti árangurinn næst með því að nota Membrasin®-bætiefnið og Membrasin®-græðikremið, til að bæta rakastig húðarinnar og njóta ávinnings tvíþættrar húðumhirðulausnar til verndar allri fjölskyldunni.


*Opinberar fullyrðingar varðandi A- og E-vítamín


Ráðlagður dagskammtur: 


Í upphafi 2 x 2 hylki með máltíðum. Eftir það 2–4 hylki á dag.

Ekki taka meira en ráðlagðan dagskammt.


Ekki ætti að nota fæðubótarefni í stað fjölbreyttrar fæðu og heilbrigðs lífernis. Geymið við stofuhita, fjarri beinu sólarljósi. Geymið þar sem börn ná ekki til. Náttúrulegur breytileiki á lit og gagnsæi olíu er eðlilegur.


MEMBRASIN® Dermal græðikrem fyrir þurra húð


Membrasin vitality bætiefni

Membrasin® Dermal er fyrir alla fjölskylduna. Varan hefur virk og fyrirbyggjandi áhrif á viðkvæma og þurra húð og jafnvel á exem. Láttu náttúruna sjá um þig og þína nánustu frá toppi til táar.


Verndar húðina á náttúrulegan hátt, bætir varnareiginleika hennar og kemur í veg fyrir þurrk. Meðhöndlar ofnæmisviðbrögð og þurra húð og dregur úr kláða.


• Dregur úr einkennum ofnæmisexems

• Virkni staðfest með klínískum rannsóknum

• Hentar fyrir alla fjölskylduna


UM VÖRUNA:

Membrasin®-græðikrem slær á ofnæmisexem, kláða og roða. Það mýkir einnig þurra húð og veitir raka.


Sólberjafræsolía er afar góð uppspretta ómega-3, -6 og -9 fitusýra sem eru nauðsynlegar fyrir heilbrigða húð. Samsetning sólberjafræsolíu og annarra virkra náttúrulegra innihaldsefna ver viðkvæma, þurra húð og exemhúð á áhrifaríkan hátt.


Öryggi og virkni græðikremsins hefur verið staðfest með vísindalegum hætti og það hentar fyrir alla fjölskylduna.


• Dregur úr kláða og roða.

• Mýkir húðina og gefur raka.

• Verndar húðina, bætir varnareiginleika hennar og kemur í veg fyrir þurrk og bólgu.

• Virkni staðfest í klínískum rannsóknum.

• Inniheldur náttúruleg virk efni (t.d. sólberjafræsolíu, natríumhýalúronat, kókosfeiti, shea-smjör, sykurmöndluolíu, mjólkursýru)

• Stutt með klínískum rannsóknum: 75% þátttakenda í rannsókn vildu halda áfram að nota Membrasin®-græðikrem til að meðhöndla ofnæmisexem.*


Besti árangurinn næst með því að nota Membrasin®-bætiefnið og Membrasin®-græðikremið til að bæta rakastig húðarinnar og til að njóta ávinnings tvíþættrar húðumhirðulausnar til verndar allri fjölskyldunni.


*Samtals N=69, 2 vikna og 5 vikna rannsóknartímabil


ATOPIC SKIN REPAIR | GRÆÐIKREM

 

Atopic Skin Repair er ætlað til meðferðar á þurri húð og exemi. Kremið gefur húðinni raka og vinnur á exemi og tilheyrandi kláða. Virkni kremsins byggist á kláðastillandi og bólguhamlandi innihaldsefnum þess á borð við jurtaolíur, fitur og rakagjafa. Sólberjakjarnaolía inniheldur línólsýru (LA), sem er ómissandi fyrir heilbrigði húðarinnar, og gamma-línólensýru (GLA), sem skortir oft hjá fólki sem þjáist af exemi. Glýserín og hýalúrónsýra binda raka í húðinni á áhrifaríkan hátt.


Atopic Skin Repair inniheldur ekki kortisón, ilm- eða litarefni og pH-gildi þess er það sama og í heilbrigðri húð. Atopic Skin Repair er lækningatæki sem er þróað og framleitt í Finnlandi og hefur undirgengist klínískar rannsóknir þar.


Notkunarleiðbeiningar:

Til meðferðar á þurri húð og exemi. Berið á þurra húð og/eða kláðasvæði kvölds og morgna eða oftar ef þörf er á. Kremið má nota á allan líkamann eða aðeins á svæði þar sem erting eða þurrkur er mikill. Má ekki nota á slímhúð og forðast skal að bera á augnsvæðið. Má ekki nota á mikið skaddaða húð, þ.m.t. á sár eða blæðandi exem. Börn: hentar frá fjögurra ára aldri.

 

Viðvaranir og leiðbeiningar

• Ekki nota kremið ef þú hefur ofnæmi fyrir eða þolir illa einhver innihaldsefnanna

• Ef ofnæmisviðbrögð eða önnur erting koma fram (t.d. kláði eða útbrot) skal hætta notkun vörunnar. Einnig skal hætta notkun kremsins ef einhverjar aðrar aukaverkanir koma fram. Hafið samband við starfsfólk í apóteki eða heilbrigðisstarfsmann ef þörf krefur

• Ef húðin er mjög þurr getur tímabundinn sviði komið fram fyrstu dagana sem kremið er notað

• Ekki nota kremið á mikið skaddaða húð (s.s. á sár)

• Ekki nota kremið ef áferð þess hefur breyst verulega við geymslu eða ef túpan er skemmd

• Berið kremið á með hreinum höndum

• Ekki nota kremið eftir að það rennur út. Vöruna má nota í 12 mánuði eftir opnun eða þar til hún rennur út (endingartími er 12 mánuðir)

• Börn yngri en fjögurra ára: notist aðeins samkvæmt leiðbeiningum frá lækni. Geymið þar sem börn hvorki ná til né sjá

• Geymið við stofuhita, fjarri beinu sólarljósi


INNIHALD:

Glycerin (3%), Ribes nigrum (Blackcurrant) Seed Oil (1%), Sodium Hyaluronate (0.1%), Aqua, Caprylic/Capric Triglycerides, Hydrogenated Coconut Oil, Cetearyl alcohol, Butyrospermum Parkii (Shea) Butter, Pentylene glycol, Prunus Amygdalus Dulcis (Sweet Almond) Oil, Cetyl Alcohol, Polyglyceryl-3 Methylglucose Distearate, Butylene Glycol, Tocopherol Acetate, Lactic Acid, Hydroxyphenyl Propamidobenzoic Acid (Dihydroavenanthramide D), Helianthus Annuus (Sunflower) Seed Oil, Rosmarinus Officinalis (Rosemary) Leaf Extract, Phenoxyethanol, Ethylhexylglycerin.


Membrasin®-græðikrem er CE-merkt lækningavara.


Netverslanir:

Pistlar

14 Jul, 2023
Membrasin Moisture fæðubótarefni
01 Feb, 2023
Ertu að glíma við þurrk í húð, leggöngum eða augum? Nú er orðið kalt í veðri og margir farnir að finna fyrir þurrki, það getur verið þurrkur í húðinni, hárinu, augunum, nefinu eða leggöngunum, gjörsamlega allt að skrælna.... Loftið er þurrt, náttúran er þurr og við erum þurr. Veðrinu stjórnum við ekki en við getum hins vegar hjálpað kroppnum okkar að tækla þennan leiðindar þurrk. Fitusýrur til inntöku eru öflugar þegar kemur að því að vinna gegn þurrki en á síðustu árum hefur verið rannsakað hvaða fitusýra það er sem hjálpar til við þurrk og það er Omega 7 fitusýran. Omega 7 fitusýruna er að finna í olíu sem heitir hafþyrnisolía og má finna hana í Membrasin vörunum. Membrasin pörin eru tvö og það er algjörlega einstakt hvernig þessi pör vinna saman að markmiðum sínum. Annað parið er sérstaklega hannað fyrir augu, bætiefni til inntöku og augnúði til að spreyja á augnlokin (hann vinnur svo inní augunum). Þessar vörur henta að sjálfsögðu öllum kynjum enda er augnþurrkur ekki kynbundið fyrirbæri. Ekki það að konur á breytingaskeiði eru sérstaklega útsettar fyrir þessu, en aðrir sleppa samt ekkert. Vision bætiefnið inniheldur: Hafþyrnisolíu. Lútein og zeaxanthin sem bæði auka virkni vörunnar með því að vinna gegn skaðlegum geislum frá snjalltækjum og tölvuskjám. Lútein er þekkt bætiefni fyrir augu og augnbotna. Hjálpar til við að blokkera áhrifin frá bláa ljósinu sem stafar af þessum tækjum. Vision augnúðinn inniheldur: Hafþyrnisolíu og hýalúrónat. Engin rotvarnarefni, alkóhól eða fosföt og er algjörlega laus við dýraafurðir og er því vegan. Flokkaður sem lækningatæki með sannaða virkni og er framleiddur í Finnlandi undir ströngustu gæðakröfum og samkvæmt evrópskum reglugerðum. 300 skammtar Hitt parið er sérstaklega hannað til að vinna gegn leggangaþurrki kvenna, en talið er að um 80% upplifi þau óþægindi einhvern tímann á ævinni. Parið samanstendur af bætiefni til inntöku og kremi til að nota í leggöng og á kynfæri. Bætiefnið er algert dúndur fyrir alla slímhúð og húðina almennt, en margir eru að taka bætiefnið í vetrarþurrkinum. Þetta er það allra besta sem við getum gert til þess að næra húðina innan frá. Kremið er hormónalaus meðferð og hefur góð áhrif á bakteríuflóru legganga. Moisture bætiefnið inniheldur: Hreina hafþyrnisolíu A og E vítamín í litlum skömmtum, rétt til þess að ýta undir virknina. Moisture leggangakremið inniheldur: Hafþyrnisolíu. Hýalúrónsýru upp á rakann að gera. Mjólkursýru til að halda réttu sýrustigi í leggöngum og koma í veg fyrir sýkingar. Skoða Membrasin hér: Hægt er að kaupa Membrasin vörurnar í flestum apótekum, Hagkaup, Heilsuhúsinu Kringlunni og Fræinu Fjarðarkaup.
16 Jan, 2023
Hver kannast ekki við að þegar nýtt ár er gengið í garð að segja við sjálfa/n sig, núna kaupi ég mér kort í ræktina og fer að taka inn vítamín? Við getum örugglega flest ef ekki öll tengt við þessar pælingar. En stóra spurningin er sú, viðheldur þú þínu markmiði út árið eða byrjaru af krafti og hættir eftir mánuð eða svo? Við mæðgur setjum okkur alltaf ný markmið fyrir komandi ár og höfum haft að leiðarljósi að þau séu raunhæf og hugsanlega ekki of krefjandi. Við höfum þá skoðun að litlu hlutirnir skipti máli og þegar kemur að bættri heilsu ber helst að nefna góða næringu, hreyfingu, svefn, hugleiðslu og öndun.“ Okkur langar að deila með ykkur pistli þar sem fjallað er um nokkrar af okkar vörum í Fréttablaðinu sem kom út nú á dögunum. Lesa grein hér Munið að heilsan er númer eitt! Eigið dásamlegan dag :)
12 Aug, 2022
Flestir upplifa einhvern tímann á lífsleiðinni einhverskonar þurrk...
þurrkur í húð
09 Aug, 2022
"Fyrir tæpum þremur mánuðum var mér bent á Membrasin. Þá var ég að ljúka krabbameinsmeðferð, sem hafði meðal annars þau áhrif að valda miklum þurrki í slímhúð líkamans. Ég fann gríðarlega mikinn mun strax eftir vikunotkun hylkja og krems og hef síðan notað vöruna að staðaldri. Ég finn að þetta hjálpar mikið til og færir mig stöðugt nær betri heilsu. Ég get því heilshugar mælt með Membrasin vörunum." Hér er hægt að lesa sig til um þessa frábæru vörulínu frá Membrasin
Fleiri pistlar

Skráðu þig í heilsuklúbbinn okkar

Af og til munum við senda þér heilsutengdan fróðleik og upplýsingar um vörurnar okkar.

Hugsanlega munum við einnig leita til þín og biðja þig að taka þátt í örstuttum

skemmtilegum könnunum, sem tengjast heilsu og vellíðan.

Share by: