Númer eitt | Sótthreinsivörur

númer eitt | Sótthreinsivörur

Íslensk framleiðsla


Númer eitt sótthreinsivörurnar innihalda 75% etanól og 5% ísóprópanól (alls 80%) til sótthreinsunar. Einnig innihalda allar vörurnar sérvaldar 100% hreinar ilmkjarnaolíur frá Nikura, sem gefa vörunum einstakan og ljúfan ilm. Handsprittið er svo aukalega með hafþyrnisolíu, sem mýkir og græðir viðkvæma húð. Öll línan inniheldur íslenskt vatn og er framleidd af Foss Distillery.


Persónulegar sóttvarnir, handþvottur og handspritt, eru komnar til að vera og verða ávallt númer eitt.



Hér má sjá SDS skjöl ( öryggisblöð ) -  Handspritt - Sítróna | Handspritt Lavender

Handspritt

SÓTTHREINSANDI | MÝKJANDI | NÆRANDI

Handspritt til framtíðar með 100% hreinum ilmkjarnaolíum ásamt Hafþyrnisolíu sem gefur mýkt og kemur í veg fyrir þurrar hendur. Sótthreinsandi, mýkjandi, nærandi. Því vildum við finna réttu innihaldsefnin og hanna spritt sem sótthreinsar vel en gefur líka mýkt og góðan ekta ilm. Númer eitt er handspritt sem veitir góða vörn gegn sýkingum en vekur einnig vellíðan og góðar tilfinningar – til framtíðar.

Mýkt og raki

Við ákváðum að nota hafþyrnisolíu í vörurnar okkar til að vinna á móti þurrkandi áhrifum spritt notkunar. Hafþyrnisolían er algjör ofur olía með mikla virkni en er þekktust fyrir húðverndandi eiginleika sína. Hún gefur húðinni þinni mikla mýkt og góðan raka. Hafþyrnisolían hefur líka verið þekkt fyrir að vinna gegn ótímabærum hrukkum og minnka bólgur í húð sem geta verið fylgifiskur ýmissa húðsjúkdóma, s.s exems og psoriasis.

Góður ilmur

Við vildum gefa handsprittinu okkar sérstaka eiginleika. Fyrir utan að vera mýkjandi þá vildum við einnig að það hefði góðan ilm, sem situr ljúflega eftir á höndunum þínum. Ekki of mikill ilmur eða sterkur, heldur mjúkur og blíður. Til að skapa þau áhrif völdum við hreinar ilmkjarnaolíur. Annars vegar Lavender og hins vegar sítrónu. Hinn ljúfi lavender virkar róandi og slakandi og getur unnið gegn streitu og kvíða. Við mælum sérstaklega með lavender sprittinu síðdegis og á kvöldin.


Sólrík sítrónan er svo alveg einstaklega fersk, hressandi, upplífgandi og getur aukið einbeitingu og úthald. Við mælum með sítrónu sprittinu á morgnana og fram eftir degi.


Ilmkjarnaolíur og notkun þeirra hafa lengi fylgt mannkyninu og okkur finnst alveg einstaklega skemmtilegt að geta nýtt okkur áhrif þeirra í handsprittinu okkar.

Athugið að sótthreinsisprittið inniheldur m.a. etanól sem er leysiefni og getur haft áhrif á yfirborð lakkaðra, málaðra og bónaðra flata. Gerið prufu áður en sótthreinsisprittið er notað.

Sótthreinsispritt

ILMANDI | SKÍNANDI | HREINT

Númer eitt sótthreinsispritt með einstökum ilmi af sítrónugrasi, sem virkar hressandi og upplífgandi.

Notkunarmöguleikar eru margir:

  • Eldhúsið – borðið, stólarnir, ísskápurinn, innréttingin, ruslafatan
  • Baðherbergið – klósettið, vaskurinn, sturtan, spegillinn
  • Forstofan – innréttingarnar, hurðarhúnarnir, spegillinn, hurðirnar
  • Stigagangurinn – handriðið, hurðirnar, hurðarhúnarnir, póstkassarnir
  • Bíllinn – stýrið, mælaborðið, hurðirnar
  • Vinnustaðurinn – skrifborðið, tölvuskjárinn, stóllinn, síminn
  • Númer eitt sótthreinsisprittið er líka einstaklega gott til að pússa gler og glugga

Góður ilmur

Við notum 100% hreina sítrónugrass ilmkjarnaolíu frá Nikura í sprittið, sem skilur eftir sig ljúfan ilm, mildan en ekki of sterkan.


Sítrónugrass / Lemongrass ilmkjarnaolían er þekkt fyrir að bæta andlega líðan, og þykir frískandi og upplífgandi. 


Ilmkjarnaolíur og notkun þeirra hafa lengi fylgt mannkyninu og okkur finnst alveg einstaklega skemmtilegt að geta nýtt okkur áhrif þeirra í sótthreinsisprittinu okkar.

Skráðu þig í heilsuklúbbinn okkar

Af og til munum við senda þér heilsutengdan fróðleik og upplýsingar um vörurnar okkar.

Hugsanlega munum við einnig leita til þín og biðja þig að taka þátt í örstuttum

skemmtilegum könnunum, sem tengjast heilsu og vellíðan.


Pistlar

21 Jan, 2024
Lípósómal frá Nordaid
16 Jan, 2023
Hver kannast ekki við að þegar nýtt ár er gengið í garð að segja við sjálfa/n sig, núna kaupi ég mér kort í ræktina og fer að taka inn vítamín? Við getum örugglega flest ef ekki öll tengt við þessar pælingar. En stóra spurningin er sú, viðheldur þú þínu markmiði út árið eða byrjaru af krafti og hættir eftir mánuð eða svo? Við mæðgur setjum okkur alltaf ný markmið fyrir komandi ár og höfum haft að leiðarljósi að þau séu raunhæf og hugsanlega ekki of krefjandi. Við höfum þá skoðun að litlu hlutirnir skipti máli og þegar kemur að bættri heilsu ber helst að nefna góða næringu, hreyfingu, svefn, hugleiðslu og öndun.“ Okkur langar að deila með ykkur pistli þar sem fjallað er um nokkrar af okkar vörum í Fréttablaðinu sem kom út nú á dögunum. Lesa grein hér Munið að heilsan er númer eitt! Eigið dásamlegan dag :)
Númer eitt handspritt og sótthreinsispritt
29 Nov, 2022
Númer eitt handsprittið sem mýkir og nærir hendurnar með dásamlegum lavender eða sítrónuilm
handspritt fyrir börn
13 Sep, 2020
Númer eitt handsprittið hefur mýkjandi áhrif á húðina. Það inniheldur bæði hafþyrnisolíu og ilmkjarnaolíur sem mýkja og næra. Margir tala um að þeir þurfi alls ekki að nota handáburð þegar þeir nota Númer eitt handsprittið, jafnvel þeir sem eru mjög gjarnir á að þorna á höndunum við handþvott og sprittun. Börn eru til dæmis með mjög viðkvæma húð og margir foreldrar hafa sagt okkur frá hvernig Númer eitt fer miklu betur með litlar mjúkar hendur. Við höfum einnig frétt af fjölda fólks sem er að glíma við húðvandamál á höndunum, eins og exem. Það merkilega virðist gerast að Númer eitt sprittið hefur hreinlega góð áhrif á exemið, þvert á við margt annað spritt. Þarna erum við einmitt að ná því markmiði sem við óskum, við viljum bjóða vörur sem hafa góð áhrif á heilsu og líðan. Númer eitt sprittið bæði verndar heilsuna og einnig húðina. Númer eitt, þín heilsa er okkar ástríða
10 Sep, 2020
HAFÞYRNISOLÍA – OMEGA7 Við ákváðum að nota hafþyrnisolíu í vörurnar okkar til að vinna á móti þurrkandi áhrifum spritt notkunar. Hafþyrnisolían er algjör ofur olía með mikla virkni en er þekktust fyrir húðverndandi eiginleika sína. Hún gefur húðinni þinni mikla mýkt og góðan raka. Hafþyrnisolían hefur líka verið þekkt fyrir að vinna gegn ótímabærum hrukkum og minnka bólgur í húð sem geta verið fylgifiskur ýmissa húðsjúkdóma, s.s exems og psoriasis. ILMKJARNAOLÍUR Við vildum gefa handsprittinu okkar sérstaka eiginleika. Fyrir utan að vera mýkjandi þá vildum við einnig að það hefði góðan ilm, sem situr ljúflega eftir á höndunum þínum. Ekki of mikill ilmur eða sterkur, heldur mjúkur og blíður. Til að skapa þau áhrif völdum við hreinar ilmkjarnaolíur. Annars vegar Lavender og hins vegar sítrónu. Hinn ljúfi lavender virkar róandi og slakandi og getur unnið gegn streitu og kvíða. Við mælum sérstaklega með lavender sprittinu síðdegis og á kvöldin. Sólrík sítrónan er svo alveg einstaklega fersk, hressandi, upplífgandi og getur aukið einbeitingu og úthald. Við mælum með sítrónu sprittinu á morgnana og fram eftir degi. Ilmkjarnaolíur og notkun þeirra hafa lengi fylgt mannkyninu og okkur finnst alveg einstaklega skemmtilegt að geta nýtt okkur áhrif þeirra í handsprittinu okkar.
Share by: