Blog Layout

Hvað felst í inntöku með lípósómum?

Lípósómal frá Nordaid

• Vítamínsameindir eru hjúpaðar verjandi lípósómum sem búin eru til úr náttúrulegum fosfórlípíðum og koma í veg fyrir að bætiefnin eyðileggist í meltingarfærunum.

• Lípósóm hafa besta lífaðgengið fyrir upptöku næringarefna þar sem þau eru búin til úr sama efni og frumuhimnur líkamans (fosfatídýlkólíni).

• Örsmá lípósóm fyllt með vítamíni berast beint til fruma líkamans. Þess vegna er lífaðgengi þess betra og hærra hlutfall vítamína berst til frumanna.

• Lípósóm endast tvöfalt lengur í blóðinu en venjulegar töflur sem gefur líkamanum lengri tíma til að nýta næringarefnin.

 

Af hverju ætti ég að velja vítamín á lípósómformi frá Nordaid?

• EINSTÖK GÆÐI: Við notum eingöngu náttúrulegt óhert fosfatídýlkólín við framleiðsluna

• ÖREINDALAUSN: Við notum jafna stærð lípósóma, ~200 nm

• AUÐVELT Í NOTKUN: Við notum nýstárlega Easysnap-skammtapoka sem hægt er að opna með annarri hendinni og kreista beint í munninn. Þarf ekki að geyma í kæli. Hverjum skammti er pakkað sérstaklega.

• NÝ VARA: lípósóm 1000 mg C-vítamín í lofttæmdri dæluflösku og magnesíum á lípósómformi í skammtapokum

 

Einkaleyfisvarin AKTIN-tækni

AKTIN-tækni er einkaleyfisvarin tækni sem framleiðir þurr lípósóm. Það sem áður var aðeins fáanlegt í vatnsýringu fæst nú sem þurrt efni.

• Við notum snjallari, hnitmiðaðri aðferðir til upptöku efna. Við hönnuðum burðarefni sem ferðast þangað sem það þarf að fara. Þetta kemur í stað þess að sleppa virku efnunum lausum í maganum og vona að þau rati á réttan stað. Þar af leiðandi berst mun meira magn virkra efna til mikilvægasta svæðisins í þörmunum þar sem upptaka efnanna fer fram.

 

Kostir

AKTIN-tækni sameinar tvö bestu lyfjaformin, hylki og lípósóm, svo að bætiefnin geti nýst þér sem best.

• Aukin upptaka virkra efna

• Bragðið er ekkert vandamál, eins og oft er með hefðbundin lípósóm

• Inniheldur engin ágeng efni til að auka upptöku

• Hylki sem auðvelt er að kyngja

• Án rotvarnarefna

• Vörur sem þú getur gripið með þér

• Aukin ending

• Auðvelt að geyma


Nordaid vörurnar eru þróaðar af Competence Center of Food and Fermentation Technologies rannsóknarstofum (www.tftak.eu), stofnað af Tækniháskólanum í Tallinn, undir stjórn prófessors Raivo Vilu, Ph.D.


Með nokkrum töfrum tókst að setja þetta allt á flösku í fljótandi form svo þú gætir fengið sem bestu upplifun að neyslu.


Kynntu þér Nordaid vörurnar með því að smella hér.



Deila

14 Jul, 2023
Membrasin Moisture fæðubótarefni
Mý frí gegn flugum og skordýrum
Eftir Inga Kristjáns 12 Jul, 2023
Það er frekar glatað að komast loksins í langþráð frí í fallegri sveit og vera svo bara étinn lifandi af flugukvikindum sem við köllum lúsmý. Það er þá eins gott að grípa til allra hugsanlegra ráða til að halda varginum í burtu og við kynnum aftur til sögunnar, Mý frí flugnafæluna sem sló í gegn síðastliðið sumar. Mý frí er úthugsuð blanda 5 ilmkjarnaolía, 100% hrein olía, sem er rosalega drjúg í notkun. Hér bendum við á nokkrar leiðir hvernig best er að að nota Mý frí: Notist beint á húð, en við mælum ávallt með að blanda Mý frí í grunnolíu, þar sem hún er mjög sterk. Olíu eins og kókos, möndlu eð jafnvel ólífuolíu, skiptir ekki öllu máli hver olían er. Sumir nota þó Mý frí flugnafæluna beint á húðina....en við mælum ekki með því. Bera vel á handleggi, fótleggi, bringu og bara hvar sem er á líkamann. Gott að setja nokkra dropa í stroffið á peysunni/bolnum/jakkanum, eins á sokkana og faldinn á buxunum. Líka í húfuna eða skyggnið á derhúfunni. Nokkrir dropar (óblandaðir) í gluggaföls og dyraföls eða við innganginn í hjólhýsið/tjaldvagninn/tjaldið. Einnig í kringum heita pottinn og á útisvæðum. Einnig gott að setja nálægt rúmum áður en farið er að sofa. Útbúa sprey, gott að nota þá einhverskonar alkohól til að blanda ilmkjarnaolíunum vel samanvið vatnið, en ef ekki er notað alkohól, þá þarf að passa að hrista vel brúsann áður en úðað er. Það er hægt að spreyja í kring um sig að vild og beint á flugur ef þær sjást. Nota mý frí í ilmlampa, hægt að nota bæði úti og inni, til dæmis á svölunum. Áður en haldið er af stað er sniðugt að þvo rúmföt og handklæði með Mý frí....þá er ca 20-30 dropar settir í mýkingarefnis hólfið. Vonum að þessar leiðbeiningar komi sér vel og hjálpi í baráttunni við skordýrin. Mý frí fæst í flestum apótekum um land allt, í Fræinu Fjarðarkaup og í Heilsuhúsinu.  Meira um Mý frí hér:
Fleiri pistlar
Share by: