Númer eitt bætiefnabox | Fróðleikur

GÆÐI, EINFALDLEIKI, ENDURVINNANLEGT

Mörgum finnst erfitt að feta sig í bætiefnaheiminum enda framboðið gríðarlegt. Bætiefnabransinn er svo auðvitað eins og aðrir bransar; vörurnar eru eins misjafnar og þær eru margar.

Þegar við fórum að kanna málið og hanna bætiefnaboxin okkar komumst við að ýmsu.  Okkur fannst vanta vörur á markaðinn sem einfaldar fólki bætiefnainntökuna.


Öll erum við ólík og þess vegna settum við saman sex mismunandi box fyrir fólk með ólíkar þarfir bætiefna.

GÆÐI

- skipta máli

Stór hluti Íslendinga tekur einhver bætiefni og flestum er umhugað um gæði þeirra. Gæði og virkni fara hönd í hönd og við lögðum strax ríka áherslu á að gæðin yrðu ofar öllu. Þess vegna leituðum við til virtra framleiðenda í Danmörku sem vinna bætiefni beint úr fæðu og uppfylla alla nauðsynlega gæðastaðla. Framleiðendur uppfylla allar okkar kröfur um gæði, framleiðsluhætti, umhverfisvernd, sjálfbærni.  Framleiðslan uppfyllir einnig alla helstu staðla og er með allar nauðsynlegar vottanir.

EINFALD-LEIKI

- er málið

Fólki finnst almennt leiðinlegt að hafa skápa fulla af pilluglösum, þau vilja gleymast og týnast innan um annað. Einnig finnst mörgum yfirþyrmandi að finna út úr því hvaða bætiefni sé best að taka. Einn stærsti kosturinn við bætiefnapakkana er einfaldleikinn; allt í einum pakka og ekkert flækjustig. Þú velur einfaldlega pakkann sem hentar þér hverju sinni og tekur svo daglegan skammt.




SÓUN

- endurvinnanlegar umbúðir

Flestir kannast við að kaupa sér bætiefni sem þeir svo annaðhvort gleyma að taka inn, eða jafnvel muna ekkert hvers vegna þeir keyptu. Hverjir kannast ekki við fullan skáp sem aldrei verða tekin inn, renna út og fara í ruslið. Það er mikil sóun á peningum. Með númer eitt bætiefnaboxunum komum við í veg fyrir þessa sóun, þar sem þau eru sérsniðin að þörfum viðskiptavina. Umbúðirnar eru endurvinnanlegar „Cradle to Cradle“ það þýðir að efnisnotkun, endurvinnslu og endur nýting er í algjörum forgrunni. Aðferðarfræðin gengur út á hringrásarhugsun. Bætiefnaboxin eru endurvinnanleg og henta einnig í endurvinnslutunnu heimilisins með lífrænum úrgangi.



Bætiefnabox frá Númer eitt

Þessi hugvitssamlega vörulína inniheldur sex heildstæð bætiefnabox sem eru sérsniðin fyrir mismunandi heilsufarsþætti:

Share by: