Membrasin Vision

MEMBRASIN SBA24® VISION BÆTIEFNI

Bætiefni frá Finnlandi þróað til að vinna gegn augnþurrki og viðurkennt af augnlæknafélagi Finnlands.


Membrasin® Eye Vision bætiefnið veitir raka og verndar augun á náttúrulegan hátt. Stuðlar að viðhaldi eðlilegrar sjónar og raka í slímhúð augna.  Það inniheldur einstaka blöndu af SBA24® hafþyrnisolíu sem er rík af Omega 7, Lútein og Zeaxantín til að vernda slímhúð augans, sjónhimnu og tárafilmu, styrkir augnbotnana og verndar gegn bláum geislum frá tölvu og skjáum farsíma. 


SBA24® hafþyrnisolía er sú olía sem mest hefur verið rannsökuð á heimsvísu. Samsetning, öryggi og verkun hafa verið klínískt sannreynd.


Bæði Lútein og Zeaxantín eru nauðsynleg til að augað virki eðlilega. Hin einstaka blanda af FloraGLO-lúteini og Zeaxantíni er mjög gleypið og ávinningurinn hefur verið vísindalega sannaður í klínískum rannsóknum.


Membrasin Vision inniheldur einnig náttúrulega uppsprettu A-vítamíns, úr náttúrulegu beta-karótíni, sem stuðlar að viðhaldi eðlilegrar sjónar, og E-vítamín, sem verndar frumurnar gegn oxunarskemmdum.


Innihald:

SBA24® hafþyrnisolíu, Omega 3, -6, -7 og -9 fitusýrur, A vítamín (beta-carotene in sunflower oil) og E vítamín (alpha-tocopherol in sunflower oil), Lútein og Zeaxantín*

Hylkið er úr maíssterkju.

Magn í pakkningu:  90 hylki.


Ráðlagður dagskammtur: 

Í upphafi 2 x 2 hylki með máltíðum. Síðan 2-4 hylki.


Mælt með af augnlæknum:

• Verkun og öryggi hafa verið sannreynd í klínískum rannsóknum

• Árangurs má vænta eftir 2-5 vikur miðað við daglega notkun

• Aðeins hrein náttúruleg hráefni

• Mjúk grænmetishylki og er 100% vegan

• Ekkert óþægilegt eftir bragð (eins og getur verið af fiskiolíu).


Til að ná sem bestum árangri er mælt með að taka Membrasin® Vison bætiefnið og nota Membrasin® Vision augnúðann samtímis til að upplifa einstaka tveggja þrepa lausnina til að draga úr einkennum augnþurrks.


*Næringaruppbót: Inniheldur beta-karótín, uppspretta A-vítamíns, sem stuðlar að viðhaldi eðlilegrar sjónar. E-vítamín stuðlar að því að verja frumur fyrir oxunarálagi.


Laust við: Gervi litarefni, ger, sykur, laktósa, glúten og mjólkurafurðir. GMO frítt. Vegan.


Fæðubótarefni ætti ekki að koma í staðinn fyrir fjölbreytt mataræði og heilbrigðan lífsstíl. Geymið við stofuhita frá beinu sólarljósi. Geymist þar sem börn ná ekki til.


Fyrir hverja?

• Alla sem þjást af augnþurrki

• Þá sem vilja styrkja augnbotninn

• Þá sem vilja vernda augun gegn bláum geislum frá tölvum, farsímum og snjalltækjum


Meðal annars vegna:

• Mikillar skjánotkunar

• Aldurs

• Sjúkdóma

• Aukaverkanna lyfja

• Krabbameinsmeðferðar

• Breytingaskeiðs

Rannsókn

MEMBRASIN® VISION VITALITY AUGNÚÐI


Membrasin vision bætiefni

Hvað er Membrasin Vision Vitality úði?


  • Augnúði sem dregur úr augnþurrki og gefur húðinni í kringum augun raka.
  • Úðinn er með sannaða virkni (MD – lækningatæki) og inniheldur„medical grade“ innihaldsefni.
  • Vision Vitality úðinn er einfaldur í notkun.
  • Má nota með augnlinsum og eftir að augnfarði hefur verið settur á.
  • Úðinn inniheldur hafþyrnisolíu og hýalúrónat
  • Hafþyrnisolían styrkir fitulag tárafilmunnar og ver augun gegn þurrki.
  • Hýalúrónat styður við vatnsbindigetu tárvökvans, smyr augun og kemur í veg fyrir frumuskemmdir.
  • Engin vara með hliðstæð innihaldsefni á markaði.
  • Hentar vel fyrir viðkvæm augu.


Vision Vitality úðinn er fyrir alla sem finna fyrir augnþurrki, meðal annars vegna:


  • Skjánotkunar
  • Aldurs
  • Sjúkdóma
  • Aukaverkanna lyfja
  • Krabbameinsmeðferðar
  • Breytingaskeiðs


Augnúðinn er laus við alkohól, rotvarnarefni, fosfat og dýraafurðir og er því vegan.


Notkun:

1 – 2 úðar, 1-4 sinnum á dag. Má þó nota að vild


Innihald:

Hafþyrnisolía 0,4%, natríumhýalúrónat 0,02%, hreinsað vatn, pólýoxýetýlen sorbítan mónóaleat, glýseról, sorbítan mónóaleat, sítrónusýru einhýdrat, trómetamól, kalíumklóríð, natríumklóríð.



Spurningar og svör

MEMBRASIN®Vision Vitality augnúði


  • Hversu mörgum sinnum á dag get ég notað Vision Vitality úðann?

    Membrasin Vision augnúðanum má úða á lokuð augnlok nokkrum sinnum á dag og eftir þörfum. Ráðleggingar um venjulega notkun eru 1-2 úðar 1-4 sinnum á dag.

  • Það er dálítið stíft að úða úr flöskunni, hvernig stendur á því?

    Flaskan er með tveggja þrepa úða búnaði. Fyrst skaltu ýta skammtaranum niður um það bil 2/3 af leiðinni og aðeins eftir það alla leið niður. Ef þú reynir að ýta í einu lagi gæti það verið dálítið stíft.

  • Er úðinn ætlaður til stöðugrar notkunar?

    Já, Memrasin Vision úðinn er klínískt prófaður, CE merktur  og staðfest með rannsóknum að langtímanotkun á honum er örugg.

  • Hvernig er best að nota úðann svo ég hitti vel á augnlokin með lokuð augun?

    Eftir smá æfingu verður notkunin auðveld. Úðinn virkar best þegar þú þrýstir skammtaranum fyrst niður hluta leiðarinnar, einbeitir þér síðan að stútnum, lokar augunum, þrýstir skammtaranum alla leið niður og heldur hendinni stöðugri.

  • Hefur Vision Vitality áhrif á hrukkur í kringum augun?

    Úðinn hefur rakagefandi áhrif á húðina í kringum augun. Þegar húðin er rakafyllt helst hún þétt og lítur út fyrir að vera sléttari.

  • Má nota úðann eftir að notaður hefur verið augnfarði?

    Já, úðinn hefur ekki áhrif á maskara eða augnfarða. Í klínísku prófunum var förðun látin þorna í 10 mínútur áður en úðinn var notaður.

  • Mega þeir sem nota augnlinsur nota úðann?

    Já, hann gefur snertilinsum einnig viðbótar raka án þess að valda óskýrleika í sjón.

  • Getur hafþyrnisolían litað augun?

    Það gerir hún ekki, vegna þess að í vöruna er notuð litlaus gæða hafþyrnisolía sem sérstaklega er þróuð í þessum tilgangi.

  • Má nota úðann á börn?

    Það má gera það, en hafa skal úðaglasið 25 cm frá auganu þegar úðað er. Ef augu barnsins eru rauð og rennur úr þeim, þá er líklegt að barnið sé með augnsýkingu sem læknir ætti þá að meðhöndla.

  • Hvað er ef úðinn hittir ekki augað?

    Það er ekki vandamál. Innihaldsefni vörunnar virka einnig sem rakakrem fyrir húðina á augnsvæðinu.

MEMBRASIN®Vision Vitality bætiefni

  • Hve fljótt má vænta árangurs af inntöku Vision Vitality og minnkuðum einkennum augnþurrks?

    Venjulega kemur árangur fram eftir 2-5 vikna reglulega notkun.

  • Ætti ég að taka bætiefnahylkin með máltíðum?

    Mælt er með því að taka hylkin með máltíðum, þar sem það eykur frásog virku innihaldsefnanna.

  • Úr hverju eru hylkin gerð?

    Hylkin er að fullu úr jurtaríkinu, úr maíssterkju.

  • Hentar Membrasin Vitality Pearls hylkin fyrir grænkera (vegan)?

    Já, virku innihaldsefnin og hylkin eru 100% úr jurtaríkinu og henta því fyrir vegan lífsstílinn.

    Einnig fyrir Halal og kosher mataræði.

  • Hentar varan fyrir vegan lífsstílinn?

    Já, bæði virku innihaldsefnin og hylkin eru að fullu úr jurtaríkinu. Varan hentar vel fyrir vegan og fólki á halal og kosher fæði.

  • Er bætiefnið án glútens, mjólkur og erfðabreyttra innihaldsefna?

  • Mega börn taka Vision Vitality hylkin?

    Já börn mega taka hylkin, vegna þess að þau innihalda hreina næringarolíu. Ráðlagður skammtur fyrir börn eru 1-2 hylki á dag.

  • Eru einhverjar aukaverkanir fylgjandi inntöku bætiefnisins?

    Ekki hefur verið greint frá neinum sérstökum slíkum áhrifum. Hjá fólki sem þjáist af bakflæði í meltingarvegi geta allar vörur sem innihalda olíu valdið einkennum og þess vegna er mælt með því að taka hylkin með máltíðum ásamt vatni. Jákvæð aukaverkun gæti verið aukinn raki og mýkt í annarri slímhúð en augna, sem og í húð.

  • Hvernig fer framleiðslan á olíunni fram, hvaða aðferð er notuð?

    SBA24® Sea Buckthorn Oil er framleidd með SFE aðferðinni (Supercritical Fluid Extraction), þar sem olíuhluti berjahráefnisins er dreginn út með koltvísýringi undir þrýstingi. Í ferlinu eru ekki notuð nein skaðleg leysiefni og varan því algjörlega hrein.

  • Hvernig hefur virkni og árangur af inntöku vörunnar verið rannsakaður / sannaður?

    Varan hefur verið prófuð í klínískum rannsóknum þar sem verkun hefur verið borin saman við lyfleysuolíu. Virkni hefur verið prófuð með því að mæla til dæmis vökvastig og mýkt slímhúðar sem og með dagbókum einkenna. Hvorki prufuhópur né vísindamenn vissu meðan á rannsókninni stóð hvaða olíu prufuhópurinn tók.

  • Má taka bætiefnið á meðan á þungun eða brjóstagjöf stendur?

    Já, varan inniheldur gæðastýrða hreina næringarolíu, laus við aðskotaefni eða önnur skaðleg efni.

  • Má nota bætiefnið ef viðkomandi tekur inn einhver lyf?

    Ef þú ert með alvarlegan sjúkdóm (krabbamein, hjarta- og æðasjúkdóma osfrv.) mælum við með því að þú ræðir við lækninn þinn um notkun olíu / andoxunarefna.

Myndband

Pistlar

14 Jul, 2023
Membrasin Moisture fæðubótarefni
01 Feb, 2023
Ertu að glíma við þurrk í húð, leggöngum eða augum? Nú er orðið kalt í veðri og margir farnir að finna fyrir þurrki, það getur verið þurrkur í húðinni, hárinu, augunum, nefinu eða leggöngunum, gjörsamlega allt að skrælna.... Loftið er þurrt, náttúran er þurr og við erum þurr. Veðrinu stjórnum við ekki en við getum hins vegar hjálpað kroppnum okkar að tækla þennan leiðindar þurrk. Fitusýrur til inntöku eru öflugar þegar kemur að því að vinna gegn þurrki en á síðustu árum hefur verið rannsakað hvaða fitusýra það er sem hjálpar til við þurrk og það er Omega 7 fitusýran. Omega 7 fitusýruna er að finna í olíu sem heitir hafþyrnisolía og má finna hana í Membrasin vörunum. Membrasin pörin eru tvö og það er algjörlega einstakt hvernig þessi pör vinna saman að markmiðum sínum. Annað parið er sérstaklega hannað fyrir augu, bætiefni til inntöku og augnúði til að spreyja á augnlokin (hann vinnur svo inní augunum). Þessar vörur henta að sjálfsögðu öllum kynjum enda er augnþurrkur ekki kynbundið fyrirbæri. Ekki það að konur á breytingaskeiði eru sérstaklega útsettar fyrir þessu, en aðrir sleppa samt ekkert. Vision bætiefnið inniheldur: Hafþyrnisolíu. Lútein og zeaxanthin sem bæði auka virkni vörunnar með því að vinna gegn skaðlegum geislum frá snjalltækjum og tölvuskjám. Lútein er þekkt bætiefni fyrir augu og augnbotna. Hjálpar til við að blokkera áhrifin frá bláa ljósinu sem stafar af þessum tækjum. Vision augnúðinn inniheldur: Hafþyrnisolíu og hýalúrónat. Engin rotvarnarefni, alkóhól eða fosföt og er algjörlega laus við dýraafurðir og er því vegan. Flokkaður sem lækningatæki með sannaða virkni og er framleiddur í Finnlandi undir ströngustu gæðakröfum og samkvæmt evrópskum reglugerðum. 300 skammtar Hitt parið er sérstaklega hannað til að vinna gegn leggangaþurrki kvenna, en talið er að um 80% upplifi þau óþægindi einhvern tímann á ævinni. Parið samanstendur af bætiefni til inntöku og kremi til að nota í leggöng og á kynfæri. Bætiefnið er algert dúndur fyrir alla slímhúð og húðina almennt, en margir eru að taka bætiefnið í vetrarþurrkinum. Þetta er það allra besta sem við getum gert til þess að næra húðina innan frá. Kremið er hormónalaus meðferð og hefur góð áhrif á bakteríuflóru legganga. Moisture bætiefnið inniheldur: Hreina hafþyrnisolíu A og E vítamín í litlum skömmtum, rétt til þess að ýta undir virknina. Moisture leggangakremið inniheldur: Hafþyrnisolíu. Hýalúrónsýru upp á rakann að gera. Mjólkursýru til að halda réttu sýrustigi í leggöngum og koma í veg fyrir sýkingar. Skoða Membrasin hér: Hægt er að kaupa Membrasin vörurnar í flestum apótekum, Hagkaup, Heilsuhúsinu Kringlunni og Fræinu Fjarðarkaup.
16 Jan, 2023
Hver kannast ekki við að þegar nýtt ár er gengið í garð að segja við sjálfa/n sig, núna kaupi ég mér kort í ræktina og fer að taka inn vítamín? Við getum örugglega flest ef ekki öll tengt við þessar pælingar. En stóra spurningin er sú, viðheldur þú þínu markmiði út árið eða byrjaru af krafti og hættir eftir mánuð eða svo? Við mæðgur setjum okkur alltaf ný markmið fyrir komandi ár og höfum haft að leiðarljósi að þau séu raunhæf og hugsanlega ekki of krefjandi. Við höfum þá skoðun að litlu hlutirnir skipti máli og þegar kemur að bættri heilsu ber helst að nefna góða næringu, hreyfingu, svefn, hugleiðslu og öndun.“ Okkur langar að deila með ykkur pistli þar sem fjallað er um nokkrar af okkar vörum í Fréttablaðinu sem kom út nú á dögunum. Lesa grein hér Munið að heilsan er númer eitt! Eigið dásamlegan dag :)
12 Aug, 2022
Flestir upplifa einhvern tímann á lífsleiðinni einhverskonar þurrk...
þurrkur í húð
09 Aug, 2022
"Fyrir tæpum þremur mánuðum var mér bent á Membrasin. Þá var ég að ljúka krabbameinsmeðferð, sem hafði meðal annars þau áhrif að valda miklum þurrki í slímhúð líkamans. Ég fann gríðarlega mikinn mun strax eftir vikunotkun hylkja og krems og hef síðan notað vöruna að staðaldri. Ég finn að þetta hjálpar mikið til og færir mig stöðugt nær betri heilsu. Ég get því heilshugar mælt með Membrasin vörunum." Hér er hægt að lesa sig til um þessa frábæru vörulínu frá Membrasin
Show More

Skráðu þig í heilsuklúbbinn okkar

Af og til munum við senda þér heilsutengdan fróðleik og upplýsingar um vörurnar okkar.

Hugsanlega munum við einnig leita til þín og biðja þig að taka þátt í örstuttum

skemmtilegum könnunum, sem tengjast heilsu og vellíðan.

Share by: