Blog Layout

Ónæmiskerfið - magnað og meiriháttar!

Inga Kristjáns næringarþerapisti skrifar:

Við erum stórmerkileg....öllsömul, allar manneskjur.

Líkaminn okkar er eitt flókið og fallegt apparat, sem hefur ótrúlega hæfileika til að lagfæra sjálfan sig og halda sér gangandi gegnum krísur og áföll. Ekki bara líkamleg heldur líka andleg.


Þessa dagana er mikið rætt um ónæmiskerfi líkamans og kannski ekki skrítið í stóra Covid samhenginu.

Ónæmiskerfið er nefnilega magnað og meiriháttar og berst á móti sýkingum og óvættum eins og flensu og kvefi. Covid er flensa....dálítið skæð, en samt bara flensa.

Það þýðir að ónæmiskerfið okkar, sé það í góðu standi, getur tekist á við þá flensu eins og allar aðrar.


Ég er rosalega mikið, alveg svakalega mikið, var ég búin að segja mikið?........fylgjandi því að fólk taki ábyrgð á eigin heilsu. Geri allt sem í þeirra valdi sendur til að efla sig og styrkja til að geta tekist á við erfiða hluti.

Enda hef ég sem næringarþerapisti brennandi löngun til að fá fólk til að hugsa betur um sig og sína heilsu.


Það sem ég vil leggja til í Covid umræðuna í dag er að taka ábyrgð og huga að ónæmiskerfinu, hver og einn.

Það gerum við með því að borða hollan og góðan mat ( vissuð þið að ónæmiskerfið nærist ekki á kolvetnum og sykri ? ), huga að því að fá nóg af góðu próteini, fitusýrum, trefjum og fíneríi.

Hreyfa sig, leitast við að minnka stress, anda að sér fersku lofti (sjaldan verið mikilvægara en nú vegna þess að margir ganga með grímur daglega), áfengisneysla í hófi, sleppa reykingum, minnka kaffið og sv frv og frv....við vitum þetta nú flest.....en kannski ekki að þetta tengist ónæmiskerfinu.


Það eru ákveðin vítamín og bætiefni sem eru geysilega mikilvæg ónæmiskerfinu.

Og nei, við fáum ekki nóg úr fæðunni einni.....segi það bara hér.....í fullkomnu lífi einhversstaðar við miðbaug, þar sem við hefðum tíma til að spá endalaust í hvað við settum ofan í okkur, hvað varðar vítamíninnihald...jú hugsanlega.

En hér á Íslandi.....neibb!


Það eru þessi vítamín og bætiefni sem ég ætla að telja upp fyrir ykkur.

Þetta er ekki fullkominn listi, langt frá því, en.....þetta eru nákvæmlega þau efni sem Evrópusambandið og hið íslenska MAST leyfir að við höfum fullyrðingar yfir, sem tengjast sterku ónæmiskerfi.

Það þýðir að þessi efni hafa verið rannsökuð í drasl með tilliti til virkni og hafa fengið græna ljósið hjá heilbrigðisyfirvöldum.


Það er nú bara ekkert flóknara en þetta....

D vítamín vítamín stuðlar að eðlilegri starfsemi ónæmiskerfisins........og það sama má segja um C vítamín, mörg B vítamín, Sínk, Selen, A vítamín og Járn......

Og vanti okkur þessi vítamín og stein/snefilefni í kroppinn....þá er ónæmiskerfið ekki að virka sem skildi. Skortur á þessum efnum er algengur....say no more...


Ég persónulega huga ávallt að því að taka inn D vítamín, C vítamín og B vítamín blöndu.

Svo tek ég rispur á einhverjum andoxunarefna kokteilum sem innihalda hin efnin.

Núna eftir að við stöllurnar fórum að flytja inn munnúðana frá Nordaid, þá nota ég D vítamínið og B Complex.

Svo nota ég Trace Minerals freyðitöflurnar, Max Hydrate Immunity, en í þeim er mikið C vítamín.


Áfram ónæmiskerfið!

Deila

07 May, 2024
Mesta snilld sem ég hef prófað og gæti ekki mælt meira með!
03 May, 2024
Ertu að leita að skemmtilegu, ljúffengu og algerlega framkvæmanlegu matreiðsluverkefni til að deila með litlu börnunum þínum eða barnabörnum?
14 Jul, 2023
Membrasin Moisture fæðubótarefni
Fleiri pistlar
Share by: