Blog Layout

Höldum áfram að huga að persónulegum sóttvörnum

Númer eitt handsprittið sem mýkir og nærir hendurnar með dásamlegum lavender eða sítrónuilm

Covid er ekki búið og ennþá og við þurfum að halda áfram að huga að persónulegum sóttvörnum og þá er nauðsynlegt að nota gott spritt sem þurrkar ekki hendurnar.


Það sem númer eitt handsprittið hefur fram yfir önnur handspritt er að það hefur mýkjandi áhrif á húðina. Þeir sem hafa notað númer eitt handsprittið tala um að þurfa ekki að nota handáburð og jafnvel einstaklingar sem eiga það til að þorna upp á höndunum við handþvott og notkun spritts.


Það virðist vera komið inn í daglega rútínu hjá fólki að spritta hendurnar eftir handþvott og börnin okkar hafa einnig lært það þegar covid stóð sem hæst, þá voru reglur settar um persónulegar sóttvarnir í leikskólum og skólum um að börnin ættu að þvo sér um hendurnar og spritta.


Börnin okkar eru mörg hver með viðkvæma húð og höfum við fengið send skilaboð þess efnis að númer eitt handsprittið fari mun betur með litlar hendur heldur en önnur handspritt.


Við fengum senda reynslusögu frá konu sem hefur verið að glíma við exem síðan hún man eftir sér með tilheyrandi notkun á hinum ýmsu kremum, sterum og fleira. Hún átti ekki til orð yfir hversu góð hún varð af exeminu á höndunum sínum við það bara að nota númer eitt handsprittið og talaði hún sérstaklega um með sítrónu ilminum.


Númer eitt handsprittið hefur mýkjandi áhrif á húðina sem inniheldur bæði hafþyrnisolíu og 100% hreinar ilmkjarnaolíur sem mýkja og næra.


HAFÞYRNISOLÍA – OMEGA7


Við ákváðum að nota hafþyrnisolíu í vörurnar okkar til að vinna á móti þurrkandi áhrifum spritt notkunar. Hafþyrnisolían er ofur olía með mikla virkni en er þekktust fyrir húðverndandi eiginleika sína. Hún gefur húðinni mikla mýkt og góðan raka.

Hafþyrnisolían hefur líka verið þekkt fyrir að vinna gegn ótímabærum hrukkum og minnka bólgur í húð sem geta verið fylgifiskur ýmissa húðsjúkdóma, s.s exems og psoriasis.


ILMKJARNAOLÍUR


Við vildum gefa handsprittinu okkar sérstaka eiginleika. Fyrir utan að vera mýkjandi þá vildum við einnig að það hefði góðan ilm, sem situr ljúflega eftir á höndunum þínum. Ekki of mikill ilmur eða sterkur, heldur mjúkur og blíður.

Til að skapa þau áhrif völdum við hreinar ilmkjarnaolíur. Annars vegar Lavender og hins vegar sítrónu. Hinn ljúfi lavender virkar róandi og slakandi og getur unnið gegn streitu og kvíða.

Sólrík sítrónan er svo alveg einstaklega fersk, hressandi, upplífgandi og getur aukið einbeitingu og úthald. 

Ilmkjarnaolíur og notkun þeirra hafa lengi fylgt mannkyninu og okkur finnst alveg einstaklega skemmtilegt að geta nýtt okkur áhrif þeirra í handsprittinu okkar.


Þarna erum við einmitt að ná því markmiði sem við óskum, við viljum bjóða vörur sem hafa góð áhrif á heilsuna okkar og velllíðan.


 

SJÁ NÁNAR UM SÓTTHREINSIVÖRURNAR HÉR


NIKURA


Ilmkjarnaolíurnar sem við notum í handsprittið okkar er frá merkinu NIKURA sem eru 100% hreinar ilmkjarnaolíur. 


Það hefur færst í aukana að fólk er að nota ilmkjarnaolíur við hin ýmsu tækifæri, sem dæmi má nefna í þvottavélina, nokkrir dropar í hreinlætisvörurnar, ilmolíulampa og fleira.


Varist að nota ilmkjarnaolíurnar óblandaðar á húð eða í baðvatn, ávallt skal blanda ilmkjarnaolíunum í grunnolíu, t.d. möndlu- eða kókósolíu og eru olíurnar alls ekki ætlaðar til inntöku.


Gjafasettið inniheldur 8 tegundir af 10 ml ilmkjarnaolíum, Lavender, Tea tree, Lemon, Lemongrass, Bergamot, Cedarwood, Geranium og Peppermint. Í gjafasettinu er svo leiðbeiningarblað á íslensku sem gefur öllum möguleika á að prófa sig áfram og njóta ilmanna í botn.


Askjan er einstaklega falleg gjöf handa þér eða þeim sem þér þykir vænt um og er á frábæru verði í Fræinu Fjarðarkaup. 



LESA MEIRA UM NIKURA ILMKJARNAOLÍURNAR HÉR





Deila

07 May, 2024
Mesta snilld sem ég hef prófað og gæti ekki mælt meira með!
03 May, 2024
Ertu að leita að skemmtilegu, ljúffengu og algerlega framkvæmanlegu matreiðsluverkefni til að deila með litlu börnunum þínum eða barnabörnum?
14 Jul, 2023
Membrasin Moisture fæðubótarefni
Fleiri pistlar
Share by: