Blog Layout

Er magnesíum glýsínat magnesíumformið sem nýtist best?

Chris D. Meletis, N.D.

Magnesíum er lífsnauðsynlegt steinefni sem gegnir mörgum mikilvægum hlutverkum í líkamanum. Það stuðlar að eðlilegum blóðþrýstingi, styður beinheilsu og getur bætt skap og vellíðan, auk þess að stuðla að góðum nætursvefni, svo fátt eitt sé nefnt. Ólík form magnesíums geta þó haft mismunandi áhrif á líkamann. Er magnesíum glýsínat magnesíumformið sem nýtist best? Í þessari grein verður fjallað um heilsufarslegan ávinning af magnesíum glýsínati. Þetta er sérstök tegund magnesíums sem er sérlega gagnleg vegna þess að hún hefur ekki hægðalosandi áhrif eins og margar aðrar tegundir magnesíums.


En fyrst skulum við rifja upp ávinninginn af magnesíum almennt.


Heilsufarslegur ávinningur magnesíums

Magnesíum á þátt í fleiri en 300 ensímakerfum og kemur víða við sögu í lífefnafræðilegum ferlum líkamans. Það gegnir meðal annars mikilvægu hlutverki í prótínmyndun, virkni vöðva og tauga, blóðsykursstjórnun og við að stuðla að eðlilegum blóðþrýstingi. Líkaminn þarf magnesíum til að framleiða orku og það tekur þátt í uppbyggingu beina.

Þar að auki þarf magnesíum til að búa til öfluga andoxunarefnið glútaþíon. Þar sem magnesíum tekur þátt í að flytja kalsíum- og kalíumjónir í gegnum frumuhimnur gegnir það hlutverki í taugastarfsemi og samdrætti vöðva auk þess styðja við eðlilegan hjartslátt.


Næg inntaka magnesíums tengist:


  • Aldurstengdri vitsmunaheilsu 
  • Heilbrigðum insúlínefnaskiptum
  • Blóðsykursstjórnun
  • Blóðþrýstingsstjórnun
  • Hjartaheilsu
  • Einbeitingu og athygli
  • Minni líkum á mígrenihöfuðverk
  • Betra skapi

Rannsóknir á áhrifum magnesíums á betra skap og aukna vellíðan eru sérlega áhugaverðar. Rannsóknir sýna að þegar fólk skortir magnesíum fá taugafrumurnar hugsanlega ekki nægilegt magnesíum, sem veldur taugaskemmdum sem gætu leitt til depurðar. Mikil streita, of mikil kalkinntaka eða of lítið magnesíum í mataræðinu geta leitt til magnesíumskorts í taugafrumum. Þess vegna telja vísindamenn að magnesíum geti ýtt undir betra skap og vellíðan.

Eins og sjá má er magnesíum mjög mikilvægt fyrir heilsuna. Samt sem áður er magnesíumskortur útbreiddur og heilsa fólks verri fyrir vikið.


Færðu nóg magnesíum?

Magnesíum er að finna í sumri fæðu. Stundum er magnesíum til staðar frá náttúrunnar hendi en stundum er það viðbætt. Hins vegar er óvíst að þú fáir nóg af þessu mikilvæga steinefni úr fæðunni einni saman. Að minnsta kosti helmingur Bandaríkjamanna er með magnesíumskort.


Rót vandans liggur í því hvar og hvernig maturinn er ræktaður. Sendinn eða súr jarðvegur er magnesíumsnauður auk þess sem þungmálmar, jarðvegsmengun og jarðvegseyðing eru allt þættir sem geta dregið úr magnesíuminnihaldi fæðu. Notkun kalíum- og ammóníumáburðar getur einnig minnkað magnesíuminnihald uppskeru. Matreiðsla og vinnsla fæðunnar minnkar síðan magnesíuminnihald hennar enn frekar. Þegar matur er soðinn getur stór hluti þessa mikilvæga steinefnis glatast.


Sum lyf hamla upptöku magnesíums og geta þannig leitt til skorts. Þar má helst nefna prótonpumpuhemla. Koffínneysla og óhófleg áfengisneysla geta einnig haft neikvæð áhrif á magnesíumbirgðir líkamans. Meltingarfærasjúkdómar eins og glútenóþol (selíak), Crohns-sjúkdómur og saráraristilbólga auka einnig hættuna á magnesíumskorti. Tíð þvaglát af völdum sykursýki og þrálátur niðurgangur geta einnig valdið magnesíumskorti.


Hvers vegna er glýsínat magnesíumformið sem nýtist best?

Eitt besta magnesíumformið til að vinna gegn magnesíumskorti er magnesíum glýsínat. Það er auðnýtanlegt og frásogast vel í smáþörmunum og hefur því minni hægðalosandi áhrif samanborið við önnur form magnesíums.


Magnesíumglýsínat er samsetning magnesíums og amínósýrunnar glýsíns sem er uppbyggingarefni prótíns í líkamanum og stuðlar einnig að betri svefni. Rannsóknir hafa sýnt að þessi tegund magnesíums er mjög áhrifarík til að ná upp magnesíumstöðu líkamans.

Rannsókn á fólki sem hefur farið í efnaskiptaaðgerð leiddi í ljós að sex vikna inntaka af 400 mg magnesíum glýsínats jók magnesíuminnihald í blóðvökva. Magnesíumoxíð reyndist ekki jafnáhrifaríkt í sama hópi og nauðsynlegt reyndist að taka inn lægri skammt til að forðast niðurgang.


Fjögurra vikna inntaka af 400 mg af magnesíum glýsínati hækkaði kalíuminnihald rauðra blóðkorna samanborið við lyfleysu hjá ungum, heilbrigðum einstaklingum. Kalíuminnihald rauðra blóðkorna er vísbending um hlutverk magnesíums í uppsöfnun og dreifingu kalíums í líkamanum. Inntaka magnesíum glýsínats sem bætiefnis bætti einnig tvenns konar mælingar á frammistöðu við æfingar.


Heilsufarslegur ávinningur magnesíum glýsínats

Magnesíum glýsínat er sérlega gagnlegt til að styðja við heilbrigt svefnmynstur vegna þess að það inniheldur amínósýruna glýsín sem stuðlar að betri svefni. Ein rannsókn leiddi í ljós að notkun glýsíns fyrir svefn jók verulega svefngæði hjá fólki sem átti erfitt með svefn. Magnesíum stuðlar einnig að auknum svefngæðum svo blanda þessara tveggja efna býður upp á tvíþættan ávinning þegar kemur að svefni.


Magnesíumglýsínat hefur þar að auki slakandi áhrif á hug og líkama og stuðlar að léttara skapi. Rannsakendur framkvæmdu röð tilviksrannsókna þar sem þeir gáfu þátttakendum 125–300 mg af magnesíum með hverri máltíð og fyrir svefninn, ýmist sem magnesíumglýsínat eða -tárínat. Áhrifin voru þau að skap þátttakenda batnaði á innan við viku. Höfundarnir komust að þeirri niðurstöðu að magnesíum gegni mikilvægu hlutverki í geðheilbrigði.


Milt fyrir magann og meltingarveginn

Magnesíumglýsínat hefur sama ávinning og aðrar tegundir magnesíums en það frásogast betur og er ólíklegra til að hafa áhrif á hægðirnar eða valda niðurgangi. Þar sem hægt er að taka inn meira magnesíumglýsínat án þess að það hafi hægðalosandi áhrif er auðveldara að taka inn áhrifaríkan skammt. Einnig er hægt að taka inn lægri skammt magnesíum glýsínats samanborið við önnur form vegna þess að það frásogast betur.


Lokaorð

Magnesíum er mikilvægt næringarefni sem getur haft áhrif á eðlilega blóðsykursstjórnun, hjartaheilsu, heilastarfsemi, beinheilsu, skap og svefn. Svo spurningin er hvort magnesíum glýsínat sé besta formið sem býðst. Eitt besta form magnesíums er magnesíum glýsínat. Það hefur ekki hægðalosandi áhrif, er milt í magann og nýtist vel í líkamanum. Ef þú hefur upplifað hægðalosandi áhrif af magnesíumbætiefnum eða ef þú hefur áhyggjur af magnesíumskorti er magnesíum glýsínat frábær valkostur.


Heimildir:

  1. Magnesium. Fact Sheet for Consumers. National Institutes of Health. https://ods.od.nih.gov/factsheets/magnesium-healthprofessional/. Uppfært 2. júní 2022. Sótt 11. september 2023.
  2. Gröber U, Schmidt J, Kisters K. Magnesium in Prevention and Therapy. Nutrients. 2015;7(9):8199-8226.
  3. Eby GA, Eby KL. Rapid recovery from major depression using magnesium treatment. Med Hypotheses. 2006;67(2):362-370.
  4. Costello RB, Elin RJ, Rosanoff A, et al. Perspective: The Case for an Evidence-Based Reference Interval for Serum Magnesium: The Time Has Come. Adv Nutr. 2016;7



Magnesíum Glýsínat er fáanlegt frá Trace vörumerkinu og er til í hylkum og dufti.  Hægt er að skoða vöruúrvalið með því að smella hér.


Deila

21 Jan, 2024
Lípósómal frá Nordaid
14 Jul, 2023
Membrasin Moisture fæðubótarefni
Mý frí gegn flugum og skordýrum
Eftir Inga Kristjáns 12 Jul, 2023
Það er frekar glatað að komast loksins í langþráð frí í fallegri sveit og vera svo bara étinn lifandi af flugukvikindum sem við köllum lúsmý. Það er þá eins gott að grípa til allra hugsanlegra ráða til að halda varginum í burtu og við kynnum aftur til sögunnar, Mý frí flugnafæluna sem sló í gegn síðastliðið sumar. Mý frí er úthugsuð blanda 5 ilmkjarnaolía, 100% hrein olía, sem er rosalega drjúg í notkun. Hér bendum við á nokkrar leiðir hvernig best er að að nota Mý frí: Notist beint á húð, en við mælum ávallt með að blanda Mý frí í grunnolíu, þar sem hún er mjög sterk. Olíu eins og kókos, möndlu eð jafnvel ólífuolíu, skiptir ekki öllu máli hver olían er. Sumir nota þó Mý frí flugnafæluna beint á húðina....en við mælum ekki með því. Bera vel á handleggi, fótleggi, bringu og bara hvar sem er á líkamann. Gott að setja nokkra dropa í stroffið á peysunni/bolnum/jakkanum, eins á sokkana og faldinn á buxunum. Líka í húfuna eða skyggnið á derhúfunni. Nokkrir dropar (óblandaðir) í gluggaföls og dyraföls eða við innganginn í hjólhýsið/tjaldvagninn/tjaldið. Einnig í kringum heita pottinn og á útisvæðum. Einnig gott að setja nálægt rúmum áður en farið er að sofa. Útbúa sprey, gott að nota þá einhverskonar alkohól til að blanda ilmkjarnaolíunum vel samanvið vatnið, en ef ekki er notað alkohól, þá þarf að passa að hrista vel brúsann áður en úðað er. Það er hægt að spreyja í kring um sig að vild og beint á flugur ef þær sjást. Nota mý frí í ilmlampa, hægt að nota bæði úti og inni, til dæmis á svölunum. Áður en haldið er af stað er sniðugt að þvo rúmföt og handklæði með Mý frí....þá er ca 20-30 dropar settir í mýkingarefnis hólfið. Vonum að þessar leiðbeiningar komi sér vel og hjálpi í baráttunni við skordýrin. Mý frí fæst í flestum apótekum um land allt, í Fræinu Fjarðarkaup og í Heilsuhúsinu.  Meira um Mý frí hér:
Fleiri pistlar
Share by: